10 LEIÐIR TIL ÞESS AÐ GERA STEFNUMÓTIÐ RÓMANTÍSKARA

 

 

 

1. Hrósaðu deitinu þínu um leið og það kemur – og haltu því áfram eftir því sem líður á máltíðina. Öllum þykir gaman að fá hrós.

 

2. Seiðandi lýsing er sterkur leikur, svo vertu viss um að þú kveikir á kertum. Áttu ekkert til þess að setja kertin í? Skoðaðu í endurvinnslufötuna. Krukkur eru fullkomin ílát fyrir sprittkerti og okkur dettur í hug löguleg glerflaska sem myndi sóma sér vel sem kertastjaki.

 

3. Búðu til lagalista sem sýnir að þú þekkir uppáhalds tónlistana hans/hennar. Það er enginn tilgangur í því að setja Barry White í gang ef þú veist að viðkomandi hlustar bara á pönk-rokk.

 

4. Verðu tíma í að undirbúa borðhaldið. Hreint (vel straujað) lak virkar vel ef þú átt ekki dúk og ef fjárhagurinn leyfir ekki stærðarinnar blómvönd þá er stakt blóm í háu glasi eða flösku ekki síðri hugmynd.

 

5. Berðu matinn fram á einum stórum bakka í stað tveggja diska. Samskiptin sem fylgja gera stundina nánari.

 

6. Reyndu að leyfa öllum fimm skilningarvitunum að njóta sín í máltíðinni. Að bragðinu frátöldu, þá eru það sjón (kertin), heyrn (lagalistinn), lykt (ljúffenga máltíðin þín) og, snúnasti parturinn, snerting (reyndu að bjóða uppá mat sem hægt er að borða með höndunum).

 

7. Klæddu þig upp – og hvettu deitið þitt til að gera slíkt hið sama. Það er indælt að leggja sig fram við sérstök tilefni.

 

8. Sitjið við borð og ekki kveikja á sjónvarpinu – þú getur horft á endursýningu af uppáhalds þættinum þínum seinna, er það ekki?

 

9. Undirbúðu nokkra spjallpunkta og geymdu í rassvasanum, bara ef þú skyldir verða stressuð/aður og stífnir upp.

 

10. Gakktu lengra með drykki sem og mat. Já, það þýðir klaka og sítrónusneið út í Coke®-ið –  og vinsamlegast hafðu það í fallegu glasi.