5 FLJÓTLEGIR NASLRÉTTIR YFIR LEIKNUM

 

Ætlar þú að horfa á leikinn með vinum eða fjölskyldu? Sama hvernig leikurinn fer getur þú sigrað hug og hjörtu viðstaddra með því að bera fram þessa einföldu rétti. Þú getur græjað þá á 15 mínútum. Mundu bara að setja Coca-Cola í kælinn.

 

1. Popp með kanil og cayennepipar

Settu popppoka í örbylgjuofninn. Meðan poppið poppast, blandaðu saman 1 msk. kanil, 1 msk. af sykri og örlítilli klípu af cayenne pipar. Þegar poppið er tilbúið, helltu því í stóra skál og stráðu kryddblöndunni yfir. Passaðu að það dreifist jafnt.

 

2. Pínu-pinnamatur

Þú getur stungið tannstönglum í gegnum nánast hvað sem er. Frábær tvíeyki eru meðal annars: kirsuberjatómatar og mozzarella, salami og ananas, melóna og skinka, cheddar og súrar gúrkur, jarðaber og sykurpúðar, sælgæti í allskonar litum eða ávaxtabitar.

 

3. Hummus og grænmetisstangir

Ögn hollari kostur fyrir heilsusamlega íþróttaaðdáendur: Hakkaðu eina dós af kjúklingabaunum í matvinnsluvél eða blandara með 1 söxuðu rifi af hvítlauk, safanum úr hálfri sítrónu, salti, pipar, 4 matskeiðum af vatni og 1 matskeið af tahín (ef þú finnur það). Hakkaðu þangað til þetta er orðið að þéttum, jöfnum massa og berðu fram með niðurskornu sellerí, gulrótum, papriku eða snakki.

 

4. Einfalt nachos með osti

Sófa klassíker. Dreifðu úr tortillaflögum í fat eða á bökunarpappír. Stráðu rifnum osti yfir og settu í ofn þar til osturinn er bráðnaður. Þú getur borið fram svoleiðis eða bætt við salsa, niðurskornum lauk, hökkuðu kóríander, sýrðum rjóma og límónubátum.

 

5. Smálokur

Það er engin þörf á að nota dýrt brauð í þennan rétt - venjulegt brauð úr búðinni er flott. Búðu til stafla af samlokum með skinku og osti. Hitaðu stóra pönnu í miðlungs hita og þurrsteiktu samlokurnar á báðum hliðum þar til osturinn bráðnar. Skerðu skorpuna af og hverja samloku í fernt. Berðu fram rjúkandi heitt.