MÁLTÍÐ DAGSINS – SPAGHETTI CARBONARA MEÐ GRÆNMETI

 

 

 

Klassískur og einfaldur ítalskur réttur sem lýsir upp skammdegið. Hristu aðeins upp í venjulegu uppskriftinni með handfylli af orkuríku grænmeti og rétturinn verður næstum því jafn góður fyrir líkamann og hann er fyrir sálina.

 

Hráefni:

200g spaghetti (eða pasta)

100g laufgrænt grænmeti (blómkál, brokkolí eða spínat er kjörið)

1 egg + 1 auka eggjahvíta

50g Parmesan ostur

150g pancetta í teningum*

 

Valfrjálsir aukahlutir:

1msk. hvítlauksolía

1/2 tsk. chilli flögur

 

*Ekkert pancetta? Notaðu beikon.    

 

Staðgóð máltíð fyrir tvo.

 

Leiðbeiningar:

1. Fylltu stóran pott af vatni og láttu sjóða. 

2. Skerðu grænmetið í munnbitastærðir, skelltu þeim í sjóðandi vatnið og veiddu það svo upp úr með gataskeið, töng eða meistaratöktum með góðum spaða.

3. Eldaðu spaghettí-ið (eða pasta) samkvæmt upplýsingunum á pakkanum.

4. Meðan spaghettí-ið (eða pasta) er að búbbla, rífðu parmesan ostinn fínt.

5. Brjóttu eggið í skál, bættu auka eggjahvítunni saman við sem og 2/3 af ostinum ásamt nýmuldum svörtum pipar og hrærðu vel með gaffli. Leggðu þetta svo til hliðar.

6. Steiktu pancetta kjötið eða beikonið á meðal hita á stærstu pönnunni þinni (spaghettí-ið (eða pasta) og grænmetið þarf að komast þarna fyrir eftir smá). 

7. Þegar spaghettí-ið (eða pasta) er tilbúið, skelltu því í sigti og láttu renna af því en geymdu rúma matskeið af vatninu sem þú sauðst það í. 

8. Helltu spaghettí-inu (eða pastanu) og matskeiðinni sem þú geymdir yfir kjötið.

9. Taktu pönnuna af hitanum. Bættu grænmetinu og eggja- og ostablöndunni sa-man við og blandaðu þessu vel saman þangað til allt spaghettíið (eða pasta) er húðað.

10. Skiptu réttinum í skálar og stráðu restinni af parmesan ostinum yfir.

 

Ábending:

Gefðu bragðinu smá kraft.

 

Settu nokkra dropa af hvítlauksolíu í hverja skál svo bragðið verði ríkara eða bættu við chilli flögum til að hækka hitann. Eða bæði.