Persónuverndarreglur um skráningu í miðlægan samskiptagrunn neytenda Coca‑Cola

 

 

SÍÐAST ENDURSKOÐAÐ 12.11.18

1.    Yfirlýsing um persónuvernd

2.    Persónuupplýsingar

3.    Hvernig við söfnum persónuupplýsingum

4.    Hvernig við notum persónuupplýsingar um þig

5.    Hverjum er veittur aðgangur að persónuupplýsingum þínar?

6.    Setur þriðju aðila / þriðju aðila þjónustuaðila r

7.    Söluaðilar sem eru þriðju aðilar og tengjast gegnum auglýsingar

8.    Hver er réttur þinn þegar kemur að úrvinnslu okkar á persónuupplýsingum þínum, hvernig getur þú neytt hans og hvernig getur þú haft samband við okkur?

9.    Varðveislutími persónuupplýsinga þinna

10.  Notkun þeirra sem eru undir lögaldri á setrum og viðvörun til foreldra

11.  Hvaða persónuupplýsingar sendum við út fyrir Evrópska efnahagssvæðið?

12.  Gildandi lög

13.  Uppfærslur á þessum persónuverndarreglum 

 

 

 

1.         Yfirlýsing um persónuvernd

Coca-Cola Company og hlutdeildarfélög þess láta sig persónuverndarmál varða og vilja að þér sé kunnugt hvernig við söfnum, notum og látum af hendi gögn sem varða þig sem einstakling („Persónuuplýsingar“).

NV Coca-Cola Services SA, með skráða skrifstofu að Chaussée de Mons 1424, 1070 Brussel (hér nefnt „við“, „okkar“ og „okkur“) er gagnastjóri sem ber ábyrgð á úrvinnslu persónuupplýsinga þinna í tengslum við þessar persónuverndarreglur („persónuverndarreglur“).

Þessar persónuverndarreglur lýsa vinnuferlum okkar í tengslum við upplýsingar sem við söfnum með virkni sem tengist þessum persónuverndarreglum að meðtöldum vefsetrum (okkar „vefsetur“) og öllum setrum í farbúnaði, forritum, föngum og öðrum eiginleikum farbúnaðar (sameiginlega kölluð okkar „Öpp“) (allt til samans öpp og vefsetur,  „setrin“).

Þér mun gefast færi á að hafa hliðsjón af þessum persónuverndarreglum við skráningarferlið á setrin [og (ii) eftir skráninguna með því að smella á tengilinn „persónuverndarreglur“ neðst á hverri síðu vefsetursins]. Þakka þér fyrir að lesa þessar persónuverndarreglur vandlega.

Sem skráður notandi getur þú notað skilríki þín til að fá aðgang að öllum setrum sem tengjast miðlægum samskiptagrunni neytenda hjá Coca-Cola.

 

2.         Persónuupplýsingar

a.  Persónuuplýsingar um þig sem við söfnum og vinnum úr

Við kunnum að safna og vinna úr eftirfarandi upplýsingum um þig:

·         eftirnafn,

·         fornafn,

·         kyn,

·         fæðingardagur,

·         notandanafn,

·         póstfang,

·         símanúmer (að meðtöldum heima- og farsímanúmerum),

·         netfang,

·         aðgangsorð,

·         lýsing á samfélagsmiðlum,

·         upplýsingar um staðsetningu,

·         frístundaiðja og áhugamál,

·         neysluvenjur,

·         upplýsingar úr vafra og tækjum,

·         upplýsingar úr kladdaskrá,

·         upplýsingar sem safnað er með dúsum, pixel sniðmerkjum og annarri tækni,

·         gögn um notkun appa,

·         persónuupplýsingar um virkni / þátttöku (dagsetning og tími virkni á viðkomandi setrum (innskráning, þátttaka í tilboðum, vinningar, þátttaka í spurningakeppni),

·         persónuupplýsingar í tengslum við viðbrögð þín við markaðsskilaboðum okkar (t.d. hvort þú opnar þau eða ekki, hvort þú smellir á þau eða ekki).

b.  Við óskum eftir að þú sendir okkur ekki og upplýsir ekki um neinar viðkvæmar upplýsingar á eða í gegnum vefsetrin eða með öðrum hætti.

„Viðkvæmar upplýsingar“ eru persónulegar upplýsingar sem tengjast viðkvæmum þáttum eins og:

·         um uppruna eða kynþátt,

·         pólitískar skoðanir,

·         trú eða aðra lífsskoðun,

·         heilbrigði eða aðrar heilsufarsaðstæður,

·         afbrotasögu,

·         aðild að stéttarfélögum,

·         kynhneigð,

 

3.         Hvernig við söfnum persónuupplýsingum

Við söfnum persónuupplýsingum um þig með eftirfarandi hætti:

·         Í gegnum vefsetrin:  Við kunnum að safna persónuupplýsingum í gegnum setrin, t.d. þegar þú stofnar reikning í tengslum við miðlægan samskiptagrunn okkar fyrir neytendur.

·         Utan nets:  Við kunnum að safna persónuupplýsingum frá þér utan nets, eins og þegar þú hefur samband við þjónustuver.  

Með fyrirvara um gildandi lög um persónuvernd, kunna persónulegar upplýsingar sem þú gefur upp í gegnum setrin að vera sameinaðar persónuupplýsingum og öðrumupplýsingum rsem þú lætur okkur af hendi (beintengt eða utan nets), eða sem við kunnum að komast yfir með öðrum hætti beintengt eða utan nets:

4.         Hvernig við notum persónuupplýsingar um þig

Við kunnum að nota persónuupplýsingar um þig í eftirfarandi tilgangi:

a.             Bregðast við beiðnum þínum / stjórnunarleg samskipti

·         Til að bregðast við fyrirspurnum þínum, spurningum og athugasemdum og verða við beiðnum þínum.

Lagagrundvöllur fyrir úrvinnslu: lögmætir hagsmunir okkar til að svara fyrirspurnum þínum.  

·         Til að senda stjórnunarlegar upplýsingar, t.d. upplýsingar um setrin og um breytingar á skilmálum okkar og stefnu.

Lagagrundvöllur fyrir úrvinnslu: lögmætir hagsmunir okkar til að upplýsa þig um breytingar á setrum okkar.

b.             Markaðsskilaboð:

·         Til að senda þér eða láta viðskiptafélaga okkar (hver fyrir sig „viðskiptafélagi“ og saman „viðskiptafélagar“) senda þér bein markaðsskilaboð með tölvupósti og otuðum tilkynningum. Bein markaðsskilaboð til að upplýsa þig um kynningar eða álíka virkni, um vörur og þjónustu Coca-Cola og tengdra aðila (eða viðskiptafélaga okkar) og til að biðja þig að svara spurningalistum og skoðanakönnunum, meðal annars.

Bein markaðsskilaboð sem viðskiptafélagar okkar senda þér kunna að vera annað hvort:

o   Að öllu leyti í höndum viðskiptafélaga okkar. Við þannig aðstæður er viðkomandi viðskiptafélagi sem sér um sérhver bein markaðsskilaboð gagnastjóri við vinnslu persónuupplýsinga um þig. Sú úrvinnsla verður háð persónuverndarreglum, aðskildum þessum persónuverndarreglum, sem slíkur viðskiptafélagi setur.

o   Unnin sameiginlega með viðskiptafélögum okkar. Við þannig aðstæður verðum við og viðkomandi viðskiptafélagi sem sér um öll bein markaðsskilaboð sameiginlegur gagnastjóri við vinnslu persónuupplýsinga um þig. Við munum gera viðeigandi samning um sameiginlega stjórnun viðkomandi viðskiptafélaga og kjarni þess samnings verður tiltækur þér.

 

Lagagrundvöllur fyrir úrvinnslu: samþykki þitt.

Þú hefur tækifæri til að samþykkja eða hafna því að fá markaðsskilaboð, með því að nota stjórnborð persónuverndar sem er aðgengilegt þér á vefsetrinu (þú þarft aðeins að smella á viðkomandi reit til að haka í ef þú vilt fá markaðsskilaboð eða smella aftur í reitinn til að taka hakið úr honum ef ekki).

Þú getur dregið samþykki þitt um að fá send bein markaðsskilaboð til baka, með því að smella á tengilinn „Segja upp áskrift“ neðst í hverjum tölvupósti, eða með því að smella aftur til að taka hakið úr viðkomandi reit í stjórnborðinu fyrir persónuvernd. Þú getur einnig látið okkur vita með tölvupósti að þú viljir draga til baka samþykki þitt, með því að hringja í okkur eða skrifa okkur með því að nota upplýsingar í 8. kafla þessara persónuverndarreglna.

c.       Markaðsskilaboð sérsniðin:

·         Við kunnum að sérsníða markaðsskilaboð okkar til þín (þar með talið sérsniðnar auglýsingar sem birtast á vefsíðum þriðju aðila) miðað við (i) upplýsingar í lýsingu þinni, (ii) hvernig gagnvirkni þín við vefsetrið okkar (þ.e. innritun, þátttaka í kynningu, vinningar, þátttaka í spurningaleikjum)  og / eða (iii) gagnvirkni þín við markaðsskilaboð okkar (t.d. hvort þú opnar þau eða ekki, hvort þú smellir á þau eða ekki).

 

Lagagrundvöllur fyrir úrvinnslu: samþykki þitt.

Við bjóðum þér tækifæri til að samþykkja eða hafna þess konar sérsniðnum markaðsskilaboðum með því að sjá þér fyrir stjórnborði fyrir persónuvernd sem aðgengilegt er á vefsetri okkar id.coke.com, en þaðan getur þú stillt persónuvernd þína.

Þú getur dregið til baka samþykki þitt um að markaðsskilaboð til þín séu sérsniðin með því að samþykkja stjórnborðið fyrir persónuvernd sem er aðgengilegt á vefsetrinu og taka hakið úr viðkomandi reit. Þú getur einnig látið okkur vita með tölvupósti að þú viljir draga samþykki þitt til baka, með því að hringja í okkur eða skrifa og styðjast við upplýsingar í 8. kafla þessara persónuverndarreglna.

d.         Stjórnun upplýsingatækni

Við notum persónuupplýsingar um þig til að greina vandamál í netþjónum, stýra setrunum og kanna hvort þau virki rétt.

Lagagrundvöllur fyrir úrvinnslu: lögmætir hagsmunir okkar til að stjórna upplýsingatæknikerfum okkar og netum.

g.         Verndun hagsmuna okkar

·         Eftir því sem við teljum nauðsynlegt eða viðeigandi: (a) til að uppfylla lagalegar skuldbindingar okkar:  (b) til að bregðast við beiðnum frá almenningi og opinberum yfirvöldum sem geta meðal annars verið almenningur og opinber yfirvöld utan þess lands sem þú býrð í, (c) til að framfylgja skilmálum okkar, (d) til að vernda starfsemi okkar eða sérhverra hlutdeildarfélaga okkar; (e) til að vernda rétt, friðhelgi, öryggi, eignir okkar og/eða hlutdeildarfélaga okkar, þig eða aðra, og (g) til að gera okkur kleift að beita þeim úrræðum sem tiltæk eru eða takmarka skaða sem við kunnum að verða fyrir.

Lagagrundvöllur fyrir úrvinnslu: uppfylla lagalegar skuldbindingar okkar og lögmæta hagsmuni okkar til að vernda fyrirtæki okkar.

h.         Fyrirtæki / markaðs- og auglýsingastarfsemi

·         Til að inna af hendi endurskipulagningu, samruna, sölu, samrekstur, framsal, afsal eða aðra ráðstöfun alls eða sérhvers hluta starfsemi okkar, eigna eða hlutabréfa (þar með talið í tengslum við sérhvert gjaldþrot eða álíka málsmeðferð).

Lagagrundvöllur fyrir úrvinnslu: lögmætir hagsmunir okkar til að framfylgja stefnu fyrirtæksins.

5.         Hverjum er veittur aðgangur að persónuupplýsingum þínar?

Eftirfarandi viðtakendur kunna að fá persónuupplýsingar þínar:

·         Coca-Cola Nordic Services ApS, sem auðveldar okkur stjórnum setra okkar og varðandi samskipi okkar við þig.

·         MRM McCann, fyrir stuðning við samskipti.

·         Salesforce.com, fyrir (i) hýsingu umsjónarkerfis okkar fyrir viðskiptatengsl (CRM) og (ii) sérsnið auglýsinga sem birtast á vefsíðum þriðju aðila

·         Janrain, til að hýsa skrárkerfið varðandi persónuupplýsingar í neytendalýsingu.

·         Epam, sem hefur samskipti við Janrain.  

·         Amazon, sem hýsir setrin.

·         Beckon, sem rekur markaðsstjórnborðið og skýrslulausnir.

·         Google fyrir vistun í skýi og stóra fyrirspurnagagnagrunna sérsnið auglýsinga sem birtast á vefsetrum þriðju aðila

·         Þriðju aðila þjónustuveitendur okkar sem veita þjónustu eins og stuðning við samskipti, endurskoðun og ráðgjöf.

·         Viðskipafélagar okkar sem við kunnum að eiga í sérstökum tengslum við, til að sinna þeirra eigin markaðsskilaboðum.   Vegna þess að þessir þriðju aðilar munu nota persónuupplýsingar þínar í samræmi við þeirra eigin verkferla við persónuvernd, ættir þú að kanna vefsetur þeirra varðandi upplýsingar um verkferla þeirra við persónuvernd.

·         Þriðji aðili ef endurskipulagning, samruni, sala, samrekstur, framsal, afsal eða önnur ráðstöfun alls eða einhvers hluta starfsemi okkar, eigna eða hlutabréfa (þar með talið í tengslum við sérhvert gjaldþrot eða álíka málsmeðferð).

·         Eftir því sem við teljum nauðsynlegt eða viðeigandi yfirvöld, hlutdeildarfélög og þriðju aðilar: (a) til að uppfylla lagalegar skuldbindingar okkar:  (b) til að bregðast við beiðnum frá almenningi og opinberum yfirvöldum sem geta meðal annars verið almenningur og opinber yfirvöld utan þess lands sem þú býrð í, (c) til að framfylgja skilmálum okkar, (d) til að vernda starfsemi okkar eða sérhverra hlutdeildarfélaga okkar; (e) til að vernda rétt, friðhelgi, öryggi, eignir okkar og/eða hlutdeildarfélaga okkar, þinna eða annarra , og (f) til að gera okkur kleift að beita þeim úrræðum sem tiltæk eru eða takmarka skaða sem við kunnum að verða fyrir.

 

6.         Setur þriðju aðila / þriðju aðila þjónustuaðila r

Persónuverndarreglurnar taka ekki til og við berum ekki ábyrgð á friðhelgi, upplýsingum eða öðrum aðgerðum sérhvers þriðja aðila, þar með talinn sérhver þriðji aðili sem starfrækir sérhvert setur sem þessi setur eru með tengil á.  Það að tengill sé á vefsetrunum gefur ekki til kynna stuðning okkar eða hlutdeildarfélaga okkar við tengda setrið.

Takið sérstaklega eftir að setrin kunna að vera með tengil á vefverslunarsetur, þar með talin sum vefverslunarsetur sem eru merkt Coca-Cola.  Persónuverndarreglur þessar taka ekki til neinna netsöluvefsetra sem vefsetrin kunna að vera með tengla á.  Allar persónuupplýsingar sem þú veitir í gegnum netverslunarvefsetur falla undir persónuverndarreglur netverslunarsetursins og ekki þessar persónuverndunarreglur.  Við höfum enga stjórn á og verðum ekki ábyrg fyrir notkun persónuupplýsinga sem safnað er í gegnum netverslunarsetrið.

Í sumum tilvikum kunnum við að nota greiðsluþjónustu þriðja aðila til að vinna úr kaupum og/eða safna framlögum sem berast í gegnum setrin.  Í þeim tilvikum kann sá þriðji aðili að safna persónuupplýsingum um þig en ekki við, og um það gilda persónuverndarreglur þriðja aðilans, frekar en þessar persónuverndarreglur Við höfum enga stjórn á, né berum við ábyrgð á notkun þessa þriðja aðila eða birtingu hans á persónuupplýsingum þínum og við ábyrgjumst ekki þessa þriðju aðila eða vefsetur þeirra.  Við staðhæfum ekkert um hve réttar, heildstæðar, tímanlegar eða hæfilegar upplýsingar eru í persónuverndarreglum þessara þriðju aðila. Það er á þína ábyrgð að lesa persónuverndarreglunar á vefsetrum þriðju aðila vandlega áður en þú notar þær.

7.         Söluaðilar sem eru þriðju aðilar og tengjast gegnum auglýsingar

Athugið að nettengdir og auglýsingatengdir söluaðilar okkar kunna að nota föng, vefvita, glær GIF eða aðra álíka tækni í tengslum við setrin til að auðvelda að stjórna nettengdum auglýsingaherferðum okkar og með tölvupósti og efla skilvirkni slíkra herferða.  Til dæmis ef söluaðili hefur sett einkvæma dúsu á tölvuna þína, kann söluaðilinn að nota föng, vefvita, glær GIF eða aðra álíka tækni til að bera kennsl á dúsuna þegar þú heimsækir setrin og komast að því hvaða nettengdu auglýsingar okkar hafa fært þig á okkar setur og söluaðilinn kann að veita okkur slíkar aðrar upplýsingar til okkar nota.  Athugið að við kunnum að tengja þannig aðrar upplýsingar sem söluaðilar okkar veita okkur við persónuupplýsingar um þig sem við höfum áður safnað.

8.         Hver er réttur þinn þegar kemur að úrvinnslu okkar á persónuupplýsingum þínum, hvernig getur þú neytt hans og hvernig getur þú haft samband við okkur?

a.       Réttur þinn varðandi úrvinnslu persónuupplýsinga um þig

Þú átt rétt á:

·         að fá eintak af þeim persónuupplýsingum sem við erum með um þig,

·         að óska eftir því að við uppfærum eða leiðréttum sérhverjar ónákvæmar persónuupplýsingar eða bæta við persónuupplýsingar sem eru ekki fullkomnar,

·         að óska eftir því að við hættum að vinna úr persónuupplýsingum um þig í beinum markaðslegum tilgangi.

Þú átt einnig rétt á, við tilteknar aðstæður að:

·         mótmæla úrvinnslu persónuupplýsinga um þig,

·         óska eftir því að við eyðum persónuupplýsingum um þig,

·         takmarka úrvinnslu persónuupplýsinga um þig, og

·         óska eftir því að við sendum tilteknar persónuupplýsingar um þig til þín eða flytjum þær eða látum flytja þær til annars gagnastjóra.

b.      Neyta réttar þíns

Kjósir þú að neyta ofangreinds réttar getur þú haft samband við okkur með eftirfarandi leiðum:

·         Senda tölvupóst á eftirfarandi netfang: info@ccep.is

·         Hringja í okkur í: 525-2500

·         Skrifa okkur á eftirfarandi póstfang: Coca-Cola European Partners Ísland, Stuðlahálsi 1, 110 Reykjavík

c.       Réttur til að leggja fram kvörtun hjá til þess bæru yfirvaldi persónuverndar

Þú átt rétt á að leggja fram kvörtun hjá viðkomandi eftirlitsyfirvaldi (einkum í aðildarríki Evrópusambandsins þar sem þú býrð venjulega, vinnur eða þar sem meint brot átti sér stað).

 

9.         Varðveislutími persónuupplýsinga þinna

Við höfum í hyggju að varðveita persónuupplýsingar um þig réttar og dagréttar. Við munum eyða persónuupplýsingum um þig sem við erum með þegar við þurfum ekki lengur á þeim að halda.

Við munum varðveita persónuupplýsingar um þig á meðan þú ert skráður notandi á setrum okkar, án tillits til gildandi skuldbindinga um varðveislu og tímabil takmörkunar

10.       Notkun þeirra sem eru undir lögaldri á setrum og viðvörun til foreldra

Setrunum er beint að einstaklingum sem eru 13 ára og eldri með samþykki foreldra þar til þeir verða 16 ára. Við óskum eftir því að aðrir einstaklingar sem eru yngri en 13 ára gefi ekki upp persónuupplýsingar í gegnum vefsetrin.   Við áskiljum okkur rétt til að óska eftir staðfestingu á samþykki foreldris hvenær sem er til að leyfa úrvinnslu persónuupplýsinga varðandi ólögráða einstaklinga.

Fyrir sum setur eða öpp kunna að vera aldurstakmarkanir, miðað við hvað er viðeigandi áhorf fyrir tiltekn aldursbil eða hvað er heimilt samkvæmt lögum.  Þegar sérstakar aldurstakmarkanir gilda verður slíkt merkt skilmerkilega á viðkomandi setri og við kunnum að spyrja spurninga til að sannreyna aldur þinn fyrir úrvinnslu.

11.       Hvaða persónuupplýsingar sendum við út fyrir Evrópska efnahagssvæðið?

Til að ná þeim tilgangi sem lýst er í þessum persónuverndarreglum, sendum við persónuupplýsingar um þig til eftirfarandi landa utan Evrópska efnahagssvæðisins („þriðju lönd“) sem eru talin tryggja viðunandi vernd samkvæmt 45. grein GDPR:

Við sendum persónuupplýsingar þínar einnig til þriðju landa sem tryggja ekki viðunandi vernd. Í þeim tilvikum gilda um gagnaflutning okkar eftirfarandi viðeigandi öryggisráðstafanir í samræmi við nýja reglugerð Evrópuþingsins um öflun, vistun og nýtingu persónuupplýsinga (GDPR), til að tryggja að persónuupplýingar um þig séu verndaðar með viðunandi hætti.

- Venjuleg ákvæði um upplýsingavernd sem framkvæmdastjórn ESB hefur innleitt samkvæmt 2. mgr. 46. greinar GDPR (smellið hér til að fá aðgang að ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB um stöðluð samningsákvæði um flutning til vinnsluaðila með staðfestu í þriðju löndum); og

- samkomulag ESB og BNA til varnar friðhelgi einkalífsins um flutning til aðila innan BNA (smellið hér til að fá aðgang að ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB varðandi samkomulag Evrópusambandsins og Bandaríkjanna til varnar friðhelgi einkalífsins).

Til að fá sérhverjar upplýsingar varðandi sérhvern flutning persónuupplýsingar þinna til þriðju landa (þar með talinn viðkomandi flutningsbúnaður), hafið samband við okkur hér privacy@coca-cola.com.

12.       Gildandi lög

Þessar persónuverndarreglur lúta og þær skal túlka í samræmi við lög í Belgíu og sérhverjum öðrum gildandi lögum í Evrópusambandinu.

13.       Uppfærslur á þessum persónuverndarreglum

a.       Hægt er að sjá hvenær þessum persónuverndarreglum var síðast breytt með því að skoða „SÍÐAST ENDURSKOÐAГ efst á þessari síðu.

b.       Öllum breytingum sem til greina koma á þessum persónuverndarreglum verður komið til þín tímanlega áður en þær öðlast gildi.

Þér er heimilt að prenta, sækja eða varðveita með öðrum hætti afrit af þessum persónuverndarreglum (og sérhverjum endurskoðuðum útgáfum) sem hluta af gögnum þínum.

 

Höfundaréttur 2018 Coca-Cola Company. Allur réttur áskilinn