Hjálp & algengar spurningar

 

Nýsköpun

 

1. Hvað er hitalitunartækni og hvernig virkar hún?

a. Coca‑Cola notar nýstárlega tækni á vörumerkisumbúðir sínar í sumar. Tæknin breytir um lit þegar varan kólnar. Hitalitunarblekið breytist úr glærum yfir í annaðhvort bláan eða bleikan lit.

b. Umbúðirnar verða í boði með mismunandi sumarþemu – þar á meðal sólarlag, strandskó, sólgleraugu og brimbretti.

2. Hvað ef nýju umbúðirnar gera vörumerkið óþekkjanlegt fyrir ákveðna neytendur?

a. Coca‑Cola vörumerkingarnar, þar á meðal myndmerkið, einkennislitirnir og leturgerðin verða enn greinilegar og læsilegar fyrir neytendur. Allar venjulegar umbúðaupplýsingar, þar á meðal innihaldsefni, verða enn til staðar.

3. Hvar verða hitalitunarvörurnar í boði og í hversu langan tíma?

a. Eftirfarandi markaðir munu nota hitalitunarumbúðirnar: Þýskaland, Holland, Írland, Finnland, Danmörk, Ísland, Noregur; notkunartíminn hefst í júlímánuði og varir ýmist í 2 til 4 mánuði (Holland).

4. Eruð þið fyrsta fyrirtækið til að nota þessa tækni?

a. Nei, önnur fyrirtæki hafa notað tæknina á umbúðum sínum auk þess sem Coca‑Cola hefur áður prófað að nota hana í öðrum löndum, þar á meðal Ástralíu.

5. Er hægt að endurvinna hitalitunarefni?

a. Já, umbúðaefnið er áfram það sama og því er enn hægt að endurvinna það.

6. Hvað geri ég ef varan virkar ekki?

a. Gakktu úr skugga um að varan hafi verið kæld úr 12 gráðum í 3 gráður; ef merkimiðinn breytir ekki um lit skaltu hafa samband við Vífilfell til að fá frekari upplýsingar.

7. Verða merkimiðar sem breyta um lit á öllum umbúðum?

a. Nei, þar sem hitalitunin er seld verður hún á öllum umbúðagerðum nema glerumbúðum.

8. Beinast nýju umbúðirnar að börnum?

a. Við teljum að umbúðirnar muni höfða til fjölbreytts hóps fólks en við beinum sjónum okkar sérstaklega að unglingum og ungu fólki. Við stundum ábyrga markaðssetningu og áttum okkur á vandamálum í tengslum við sykur. Það er þess vegna sem við hleyptum áætlun okkar um eitt vörumerki af stokkunum í janúar 2016, sem gefur neytendum tækifæri til að njóta Coca‑Cola sem þeim hentar, að eigin vali - en hvort sem drykkurinn inniheldur sykur, minnkað sykurmagn eða engan sykur - að þá er til Coca‑Cola fyrir alla.

 

Herferðin Sumar á umbúðum
Kældu mig & taktu þátt // Sumarmerkimiði // Sumarfrost

 

Q1. Hvernig get ég tekið þátt?

A1. Allt sem þú þarft að gera er að ná þér í/kaupa takmarkaða útgáfu af Coca‑Cola, Coke Zero, eða Coca‑Cola Light vöru sem er með nýju sumarmerkimiðunum sem breyta um lit, til þess að taka þátt og eiga kost á að vinna mjög flotta sumarvinninga.

1. Gríptu með þér kók í takmörkuðu upplagi með sumarmerkimiðunum sem breyta um lit.

2. Kældu kókið. Þú sérð hvernig litirnir á merkimiðanum byrja að breytast og verða litríkir.

3. Farðu á coke.is/sumar og fylgdu leiðbeiningunum.

4. Þú færð strax að vita hvort þú hefur unnið.

Þátttakendur þurfa að búa til reikning á síðu herferðarinnar, taka ljósmynd af kynningarumbúðunum eða hlaða upp ljósmynd af kynningarumbúðunum, staðfesta fullt nafn og gilt netfang (sem er persónubundið og aðgengilegt út alla herferðina).

Q2. Get ég hlaðið upp ljósmyndum á lang- og skammsniði?

A2. Þú getur hlaðið upp ljósmynd á hvaða sniði sem er. Gakktu bara úr skugga um að þú takir góða mynd af kók-sumarmerkimiðanum, þ.e. vertu viss um að hann sé lárétt í miðjunni, í skerpu og vel lýstur.

Q3. Ljósmyndin mín er ekki samþykkt. Af hverju og hvað get ég gert?

A3. Ef þú getur ekki tekið gilda ljósmynd af kynningarumbúðunum skaltu fylgja leiðbeiningunum í villugluggunum. Gakktu einnig úr skugga um:

Að þú sért að nota sumarmerkimiða Coca‑Cola í takmörkuðu upplagi sem breytir um lit.

Að merkimiðinn sé vel kældur.

Að taka mynd framan á merkimiðanum.

Að merkimiðinn sé miðjaður, í skerpu og vel upplýstur.

Að myndin sé ekki of stór.

Að skráarsnið myndarinnar sé rétt.

Að nettengingin þín sé stöðug.

Og: Reyndu aftur.

Q4. Hvað get ég unnið?

A4. Þú átt kost á því að vinna ein af yfir 300 sumarverðlaunum Coke. Selfie-stöng, sólgleraugu, bakpoka, heyrnartól og margt fleira.

Verðlaunin samanstanda af selfie-stöng, sólgleraugum, bakpokum, heyrnartólum og mörgum fleiri vinningum. Allt að 363 verðlaun eru í boði fyrir alla þátttakendur frá 01/07/2016 til 23:59 hinn 15/09/2016.

Q5. Hversu oft get ég tekið þátt?

A5. Þátttakendur geta keypt margar kynningarvörur út herferðina og tekið þátt einu sinni á dag.

Q6. Af hverju þarf ég að skrá mig og setja inn upplýsingar um mig?

A6. Þátttakendur þurfa að búa til reikning á síðu herferðarinnar og staðfesta fullt nafn og gilt netfang (sem er persónubundið og aðgengilegt út alla herferðina). Við þurfum að sannprófa allar innsendingar og vinningshafa og gætum þurft að hafa samband við þátttakendur í uppgefnum tölvupósti eða símanúmeri til þess að senda staðfestingarskilaboð eða verðlaunin. Frekari upplýsingar hér https://www.cocacola.is/legal/personuvernd/

Q7. Hversu langan tíma tekur að kæla umbúðirnar?

A7. Það fer eftir því hvað þú notar til að kæla kókið þitt, en við segjum alltaf að, Coca‑Cola sem kælt hefur verið niður í 3 gráður sé best. Það tryggir að hitalitunarblekið á merkimiðanum breyti um lit.

Q8. Get ég tekið eða hlaðið upp mynd af öllum umbúðastærðum? Get ég notað hvaða kók sem er til að taka þátt?

A8. Allt sem þú þarft að gera er að ná þér í/kaupa takmarkaða útgáfu af Coca‑Cola, Coke Zero, Coca‑Cola light, Coca‑Cola Zero sem er með sumarmerkimiðann sem breytir um lit, til þess að taka þátt og eiga möguleika á að vinna mjög flotta sumarvinninga.

Merkimiða herferðarinnar er að finna, eftir framboði smásala, á öllum vörum Coca‑Cola (Coca‑Cola, Coke Zero, Coca‑Cola light) nema glerumbúðum. Mundu að þú getur aðeins tekið þátt ef kókið er mjög kalt.

Q9. Hvernig og hvenær fæ ég að vita hvort ég hafi unnið?

A9. Haft verður samband við vinningshafa herferðarinnar í gegnum netfangið sem skráð var við þátttökuna, fyrir 15/09/16 ef þeir hafa unnið verðlaun með upplýsingum um staðfestingu og efndir.

Allir þátttakendur fá skilaboð á skjáinn strax og búið er að sannprófa ljósmyndina af kynningarumbúðunum, þar sem skýrt er frá því hvort þeir hafa unnið eða ekki. Ef um hugsanlegan vinning er að ræða, fá þeir sendan tölvupóst á uppgefna netfangið sitt með staðfestingu á vinningnum, ef skilmálarnir og skilyrðin hafa verið uppfyllt. Í glugganum sem staðfestir vinninginn (og í staðfestingarpóstinum fyrir vinninginn), er hnappur til að gera tilkall til vinningsins. Vinningshafar þurfa að smella á tilkallshnappinn og fylla út upplýsingar um sendingarstað vinningsins. Þegar tilkallseyðublaðið hefur verið fyllt út fá vinningshafar skilaboð strax á skjáinn með upplýsingum um að tilkall þeirra til vinningsins hafi verið sent, en þó verður gengið úr skugga um að skilmálar og skilyrði séu uppfyllt. Þegar vinningshafarnir hafa verið staðfestir fá þeir tölvupóst á uppgefið netfang með staðfestingu um að tilkallið hafi verið staðfest og að allar persónulegar upplýsingar og afhendingarupplýsingar hafi verið mótteknar. Tölvupósturinn mun upplýsa vinningshafa um að vinningurinn sé í pósti og verði afhent innan 14 daga.

Q10. Er myndin mín geymd einhvers staðar?

A10. Nei, myndin þín er ekki geymd. Myndgreiningarkerfið skoðar strax hvort innsending er gild og vinnur hana samkvæmt því. Coca‑Cola áskilur sér rétt til þess að sannprófa allar innsendingar og vinningshafa og neita að veita verðlaun eða afturkalla rétt til verðlauna og/eða neita þátttöku í herferðinni og vísa þátttakanda úr henni þegar rökstuddur grunur er um að skilmálarnir og skilyrðin eða önnur fyrirmæli sem eru hluti af þátttökukröfum herferðarinnar hafi verið brotin eða brot hafi átt sér stað með öðrum hætti þannig að þátttakandi hafi öðlast ósanngjarnt forskot í þátttöku í herferðinni eða hlotið vinning með sviksamlegum hætti.

Q11. Hversu lengi og hvar munu Coca‑Cola-sumarmerkimiðarnir sem breyta um lit verða í boði?

A11. Herferðin mun standa frá 01.07.2016 til 15.09.2016. Það getur verið að þú finnir vörur með sumarmerkimiðunum sem breyta um lit fyrir og eftir tímabilið. Þó svo að þú missir af herferðinni getur þú samt notið litríkrar og ískaldrar kók.