ENDURHEIMTU VIRKU KVÖLDIN

 

 

 

Sunnudagur: Settu á þig svuntuna

2017 er ár „skipulagðrar eldamennsku“. Tékkaðu bara á Instagram: það er allt út í bloggurum að búa til vefjur og núðlur frá grunni. Safnaðu eldhúsliðinu þínu saman fyrir Verkefni 1: hádegisverðir fyrir komandi viku. Það mun koma þér á óvart hversu fljótlegt það er að töfra fram fimm mismunandi salat-toppa eða fyllingar í samlokur.

 

Mánudagur: Nærðu hugann

Fáir hlutir eru jafn fullnægjandi og það að þróa nýja hæfileika. Safnaðu nokkrum félögum saman og þið getið skipt niður á ykkur kostnaði fyrir leiðbeinanda (hver veit, eitt af ykkur gæti jafnvel leiðbeint hinum). Hvað viljiði læra? Á rafmagnsgítar? Spænsku? Skyndihjálp? Prófið að kenna hvoru öðru.

 

Þriðjudagur: Hreyfðu þig

Það er slatti eftir af vikunni svo við skulum koma orkunni í gang. Sófinn virðist örugglega freistandi en hví ekki að slaka á á heilsusamlegri máta? Þú getur farið á hjólabretti, í sólsetursgöngu eða byggt upp matarlyst með hjólaferð fyrir kvöldmat. Þú veist hvað við meinum: kíktu bara út.

 

Miðvikudagur: Tími til að slappa af

Vel gert, þú komst yfir erfiðasta hjallann. Við erum hálfnuð í gegnum vikuna og höfum unnið okkur inn réttinn til þess að slaka á, svo náðu í poppið og settu Coke® í kælinn: það er bíókvöld. Finndu nýtt þema fyrir hverja viku – költ klassík, bankarán, vampírur – og biddu vini þína að nefna sínar uppáhalds bíómyndir.

 

Fimmtudagur: Búðu til hluti

Tími til að vera skapandi, fólk! Pinterest er stútfullt af verkefnum sem – viðurkennum það bara – er þess ætlað að vera hætt við í miðjum klíðum nema þú náir þér í liðsfélaga og þið komið hlutunum í verk. Uppgerð húsgögn, heimagerð kerti eða rammi fyrir uppáhalds ljósmyndina þína? Það verður allt miklu skemmtilegra ef þið gerið það saman.