FIMM HRÁEFNI SEM LÝSA UPP MÁNUÐINN

 

 

 

1. Appelsínur

Gerðu sem mest úr ónæmisstyrkjandi C-vítamíni og fersku bragði með því að rífa börk smátt í súpur, bættu appelsínubitum í vetrarsalöt og skerðu sneiðar í glös af ísköldu Coca-Cola®.

 

2. Egg

Fljótlegasti sálarmatur sem þú finnur. Ekki nóg með að egg fari vel með öllu, þá eru þau líka stútfull af próteini og upplífgandi B- og D-vítamíni. Brjóttu eitt yfir pizzu fimm mínútum áður en hún er tekin úr ofninum eða sjóddu þau og smelltu í súpu eða salat. Skrifaðu #putaneggonit á Instagram fyrir eggjandi innblástur.

 

3. Pestó

Sumar í krukku. Væn skeið af pestói gefur salati, súpum, samlokum og (að sjálfsögðu) pasta sannkallað sólskinsbragð. Vertu bara viss um að athuga innihaldsefnalistann áður en þú kaupir krukku: extra virgin ólífu olía og fersk basilíka þurfa að vera ofarlega til þess að bjarta, sólarkyssta bragðið skíni í gegn.

 

4. Frosin ber

Langar þig að finna bragðgóð ber að vetri til? Kíktu í frystinn. Þegar mjúkir ávextir eru upp á sitt besta á sumrin, taka framleiðendur þá og snöggfrysta til þess að fanga allt góða dótið. Blandaðu þeim beint við ávaxtasafa eða mjólk til þess að fá ljúffengan morgun-smoothie, blandaðu þiðnum berjum við jógúrt eða hrærðu þeim við hafragrautinn.

 

5. Túnfiskur í dós 

Vanalega fær líkaminn D-vítamín úr sólarljósi en í fullri hreinskilni þá stendur ekki mikið af því til boða í janúar svo nauðsynlegt er að leita víðar til þess að viðhalda sterkum beinum. Feitur fiskur eins og túnfiskur er hlaðinn D-vítamíni, svo ekki hika við að bæta honum frjálslega á samlokur, bakaðar kartöflur og í salöt.