NÝTTU HÁDEGISHLÉIÐ TIL FULLS

 

 

 

Mánudagur: Lestu meira

Farðu rólega inn í vikuna: komdu þér fyrir á sólríkum bekk eða við borð, fáðu þér samloku og Coke® og slakaðu á í hálftíma á meðan þú lest nýjustu fréttir, skáldsögu eða slúðurtímarit – það skiptir ekki öllu máli, svo lengi sem þú lest það ekki af skjá.

Hví ekki? Slökktu á símanum og sjáðu hvað gerist.

 

Þriðjudagur: Prófaðu eitthvað nýtt

Þú gætir skipt yfir í nýjan samlokustað, eða bara gengið nýja leið á þann gamla, stoppað í bókabúð, skroppið í tennis eða körfubolta, gefið blóð, hugleitt, horft á TED fyrirlestur eða skipulagt vikuna.

Hví ekki? Skoðaðu viðburði á Facebook sem eru staðsettir nálægt þér til að athuga hvort eitthvað spennandi sé í gangi.

 

Miðvikudagur: Komdu þér út

Göngutúr er besta leiðin til þess að hrista af sér skrifborðsslenið. Farðu ein/n svo að þú getir skoðað umhverfið, láttu þig dreyma eða hlustaðu á nýja plötu eða hlaðvarp. Þú gætir boðið vini eða vinnufélaga með þér, eða hringt í fjölskyldumeðlim sem þú hefur ætlað að heyra í lengi.

Hví ekki? Farðu í íþróttaskóna og gerðu göngutúrinn að kraftgöngu.

 

Fimmtudagur: Borðaðu á staðnum

Í stað þess að borða matinn við skrifborðið eða í mötuneytinu, borðaðu á uppáhalds staðnum þínum. Þú veist af vini þínum í nágreninu, sem þú hefur lofað svo oft að hitta. Láttu það gerast. Þú gætir planað stutt deit eða æft nýtt tungumál með félaga yfir samloku og Coke®. 

Hví ekki? Planaðu vikulegan æfingatíma.

 

Föstudagur: Hnipptu í kollega eða tvo

Komdu af stað skrifstofuhefð: hádegismatur í garðinum, drykkir á svölunum, boltaleikir eða fara á nálæg kaffihús eða veitingastaði sem ykkur hefur langað til að prófa. Það þurfa allir að viðra sig á föstudögum. Það þarf bara einhver að hóa öllum saman.

Hví ekki? Vertu sá eða sú sem kemur hefðinni af stað.