PERSÓNUVERNDARSTEFNA

 

Coca-Cola Persónuverndarstefna

1.   Yfirlýsing um persónuvernd

The Coca-Cola Company og eignatengd félög þess (sem sameiginlega er vísað til sem „við“. „okkar“ og „okkur“) er umhugað um persónuvernd og fyrirtækið vill að þú vitir hvernig við söfnum, notum og birtum upplýsingar. Þessi stefna um persónuvernd lýsir verklagi okkar hvað varðar þær upplýsingar sem við söfnum í gegnum starfsemi sem er tengd þessari stefnu um persónuvernd, („vefsíðurnar” okkar) og öll farsímasvæði, forrit, föng og aðrar gagnvirkar farsímaaðgerðir (sem sameiginlega er vísað til sem „smáforritin” okkar) og aðra þjónustu sem við gætum boðið upp á í tengingu við vefsíðurnar okkar og smáforrit, svo sem ávinningsáætlanir í gegnum opinberar samfélagsmiðlasíður sem við stjórnum „samfélagsmiðlasíðurnar“ okkar) sem og í gegnum HTML-sniðin tölvupóstsskilaboð sem við sendum til þín (sem sameiginlega er vísað til sem „síðurnar” og sem í felast samfélagsmiðlasíðurnar, smáforritin og vefsíðurnar).

Þú munt fá tækifæri til að kynna þér persónuverndarstefnuna í innskráningarferli svæðanna og eftir að hafa skráð þig inn í gegnum vefsíðurnar okkar. Með því að veita okkur persónuupplýsingar eftir að hafa kynnt þér persónuverdarstefnuna okkar, samþykkir þú skilmála og skilyrði stefnunnar.

Coca-Cola Services NV/SA, með skráða skrifstofu á Chaussée de Mons 1424, 1070 Brussel, Belgíu og Coca-Cola European Partners Ísland ehf, Stuðlahálsi 1, 110 Reykjavík, Íslandi eru löglegir stjórnendur persónuupplýsinganna sem þú veitir okkur.

Samkvæmt gildandi lögum um vernd gagna, samningum um deilingu gagna og hvenær sem farið er fram á slíkt, getum við veitt staðbundnum átappara aðgang að persónuupplýsingunum þínum, t.d. CCEP Ísland, Studlahalsi 1 – 110 Reykjavik, Iceland, eða löglegum eftirtaka hans ef breytingar verða á fyrirtækinu, til að hægt sé að stunda markaðstengda starfsemi og/eða kynna vörur og/eða tilboð frá Coca-Cola Company.
 

2.   Skilgreiningar

a.   „Persónuupplýsingar“ eru upplýsingar sem tengjast auðkenndum eða auðkennanlegum einstaklingi, svo sem:

·         Nafn,

·         Notandanafn,

·         Póstfang (bæði reiknings- og sendingarpóstföng),

·         Símanúmer (bæði heimasímanúmer og farsímanúmer),

·         Netfang,

·         Númer kredit- og debetkorta,

·         Andlitsmynd,

·         Reikningskenni samfélagsmiðils (svo sem notendanafn þitt á Facebook),

·         Staðsetningarupplýsingar, ef staðsetningarupplýsingarnar tengjast auðkennanlegum einstaklingi.

·         Einstaklingsbundin einkenni

·         Áhuga- og tómstundamál

·         Neysluvenjur

Auðkennanlegur einstaklingur er einstaklingur sem hægt er að bera beint eða óbeint kennsl á, sérstaklega með því að nýta sér kennitöluna hans eða einn eða fleiri þætti sem eiga við um líkamlegt, lífeðlisfræðilegt, sálrænt, efnahagslegt, menningarlegt eða samfélagslegt auðkenni hans.

b.   „Viðkvæmar upplýsingar“ eru persónuupplýsingar sem tengjast viðkvæmum þáttum, svo sem:

·         kynþætti eða þjóðernislegum uppruna,

·         stjórnmálaskoðunum,

·         trú eða öðrum skoðunum,

·         heilsu eða heilbrigðisástandi,

·         glæpasögu, eða

·         eða þátttöku í verkalýðsfélögum

·         kynhneigð

Við biðjum þig að senda okkur ekki og gefa ekki upp neinar viðkvæmar upplýsingar á síðunum eða í gegnum þær eða til okkar á einhvern hátt.

c.   „Aðrar upplýsingar“ eru hvers kyns upplýsingar sem ekki gera grein fyrir því hver þú ert og sem ekki er hægt að nota til að bera kennsl á einstakling síðar meir, svo sem:

·         Upplýsingar um vafra og tæki

·         Upplýsingar um atburðaskrá netþjóns

·         Upplýsingar sem safnað er saman í gegnum vefkökur, pixel-merki og aðra tækni, svo lengi sem ekki er hægt að bera kennsl á notandann síðar meir

·         Upplýsingar um notkun á smáforriti

·         Lýðfræðilegar upplýsingar og aðrar upplýsingar sem þú hefur veitt

·         Samanteknar upplýsingar

d.   Persónuupplýsingar annars fólks

Þú mátt ekki senda persónuupplýsingar um annað fólk til okkar eða þjónustuveitenda okkar sem tengjast síðunum. Þú skalt tryggja að fólkið sem um ræðir sendi sjálft eigin persónuupplýsingar beint til okkar, þ.m.t. með notkun þessarar síðu ásamt þér. Ef þú sendir persónuupplýsingar um annað fólk til okkar í gegnum þessa síðu - þrátt fyrir viðvörunina - munum við ganga út frá því að þú staðfestir að þú hafir fengið leyfi og samþykki frá því til að gera slíkt, þ.m.t. til að við getum notað persónuupplýsingar þess í samræmi við þessa stefnu um persónuvernd.
 

3.   Hvernig við gætum safnað persónuupplýsingum

Samkvæmt gildandi lögum um persónuvernd og, þar sem við á, samþykki þitt, getum við og þjónustuveitendur okkar (sem gætu komið fram fyrir hönd fyrirtækisins) safnað persónuupplýsingum á ýmsa vegu, þ.m.t.:

·         Í gegnum síðurnar: Við getum safnað persónuupplýsingum í gegnum síðurnar, t.d. þegar þú gerist áskrifandi að fréttabréfi, halar niður smáforriti, stofnar ávinningsreikning eða kaupir eitthvað.

·         Í gegnum notkun þína á smáforriti. Þegar þú hleður niður og notar smáforrit getum við og þjónustuveitendur okkar rakið og safnað upplýsingum um notkun smáforritsins, eins og dagsetningu og tíma sem smáforritið fór inn á netþjóna okkar og hvaða upplýsingum og skrám hefur verið hlaðið niður með smáforritinu miðað við tækjanúmerið þitt.

·         Frá þér þegar þú samþykkir það: Upplýsingum eins og fæðingardegi, kyni og póstnúmeri, sem og öðrum upplýsingum, eins og um óskaða samskiptaleið, gæti verið safnað þegar þú veitir sjálfviljug(ur) þessar upplýsingar. Í tilfellum þar sem þessar upplýsingar er ekki hægt að nota samhliða persónuupplýsingum þar þú ert auðkennd(ur) eða auðkennanleg(ur), munu þessar upplýsingar ekki teljast til persónuupplýsinga og vinnsla okkar á þeim mun ekki heyra undir gildandi lög um vernd gagna eða viðeigandi hluta þessarar persónuverndarstefnu. (Í öllum öðrum tilfellum eru þessar upplýsingar persónuupplýsingarnar þínar og þeim er stjórnað af gildandi lögum um vernd gagna og þær heyra undir viðeigandi hluta þessarar persónuverndarstefnu).

·         Landfræðileg staðsetning: Við getum safnað upplýsingum um landfræðilega staðsetningu tækis þíns, t.d. með notkun gervihnattar, farsímamasturs eða WiFi-merkja. Við getum notað landfræðilega staðsetningu þína til þess að veita þér sérsniðna, staðbundna þjónustu og efni. Við getum einnig deilt landfræðilegri staðsetningu tækis þíns, ásamt upplýsingum um hvaða auglýsingar þú skoðaðir og öðrum upplýsingum sem við söfnum, með markaðssetningaraðilum til að leyfa þeim að veita þér persónusniðið efni og til að rannsaka skilvirkni auglýsingaherferða. Í sumum tilvikum gæti þér verið heimilt að leyfa eða hafna slíkri notkun og/eða deilingu á staðsetningu tækis þíns, en ef þú velur að hafna slíkri notkun og/eða deilingu, munum við og/eða markaðssetningaraðilar okkar ekki geta veitt þér viðeigandi persónusniðna þjónustu og efni.

·         Utan nets: Við gætum safnað persónuupplýsingum um þig utan nets, t.d. þegar þú hringir í þjónustuver. Í þessu tilfelli munum við benda þér á þessa persónuverndarstefnu.

·         Annars staðar frá: Við gætum fengið persónuupplýsingar um þig annars staðar frá, eins og úr opinberum gagnagrunnum; frá samstarfsaðilum; af samfélagsmiðlum, frá fólki sem eru vinir þínir eða sem þú ert tengd(ur) á annan hátt í gegnum samfélagsmiðla, sem og frá þriðju aðilum, í samræmi við gildandi lög um vernd gagna og, þar sem við á, með þínu samþykki. Ef þú velur til dæmis að tengja samfélagsmiðlareikning þinn við vefsíðu-/smáforritsreikninginn þinn eða annan reikning sem þú hefur stofnað í tengslum við þjónustuna okkar, færast vissar persónuupplýsingar frá samfélagsmiðlareikningnum yfir til okkar. Þar getur verið um að ræða persónuupplýsingar sem eru hluti af viðmótinu þínu eða vina þinna.

Samkvæmt gildandi lögum um vernd gagna og, þar sem við á, með samþykki þínu, má tengja persónuupplýsingar sem þú veitir í gegnum síðurnar við persónuupplýsingar og aðrar upplýsingar sem þú veitir okkur (í gegnum netið eða utan nets), sem eru opnar almenningi eða sem við getum nálgast á annan hátt gegnum netið eða utan nets.
 

4.   Hvernig við gætum notað persónuupplýsingar

Samkvæmt 6. hluta hér fyrir neðan, gildandi lögum um vernd gagna og þar sem við á, með þínu samþykki, getum við notað persónuupplýsingar í eftirfarandi tilgangi (listinn er ekki tæmandi):

·         til að svara fyrirspurnum þínum og bregðast við óskum þínum, t.d. til að senda þér fréttabréf eða til að svara spurningum þínum og athugasemdum.

·         til að senda stjórnunarupplýsingar til þín, t.d. upplýsingar um síðurnar og um breytingar á skilmálum, skilyrðum og stefnum. Þar sem þessar upplýsingar geta verið mikilvægar fyrir notkun þína á síðunum, getur þú ekki valið að fá ekki þessar upplýsingar.

·         til að ljúka við og uppfylla kaup þín og/eða framlag þitt, t.d. til að láta taka á móti greiðslum þínum eða til að fá pöntun afhenta, hafa samskipti í tengslum við kaup þín og til að veita þér þjónustu fyrir viðskiptavini.

·         til að veita þér uppfærslur og tilkynningar um vörur okkar og/eða þjónustu, kynningar og verkefni og til að geta sent þér boðskort um þátttöku í einstökum verkefnum og í beinum markaðstengdum tilgangi,

·         til að geta haft aftur samband við þig ef við höfum ekki heyrt í þér lengi,

·         til að geta sent þér auglýsingaefni/kynningarefni frá eignatengdum fyrirtækjum okkar og frá kynningaraðilum og aðilum sem vinna að markaðssetningu.

·         til að sníða heimsóknir þínar á síðurnar að þér með því að bjóða þér vörur, þjónustu og tilboð sem henta þér með hliðsjón af þeim persónuupplýsingum sem þú veittir okkur.

·         til að afgreiða verðlaun, umbun og framlög eftir því sem við á.

·         til að gera þér kleift að taka þátt í könnunum, happdrættum, kynningarherferðum með verðlaunum, keppnum og öðrum kynningum og til að þú getir stjórnað slíkum aðgerðum. Þar sem sumar þessara aðgerða innihalda viðbótarreglur sem gætu innihaldið viðbótarupplýsingar um hvernig við notum og gefum persónuupplýsingarnar þínar upp, er mikilvægt að þú lesir allar viðbótarreglur vandlega.

·          

·         til að gera þér kleift að hafa samband við aðra notendur og að aðrir notendur hafi samband við þig í gegnum vefsíðurnar samkvæmt því sem viðeigandi vefsíða leyfir.

·         til að leyfa þér að taka þátt í skilaboðasvæðum, spjalli, prófílsíðum, bloggsíðum og annarri þjónustu þar sem þú getur sett inn upplýsingar og efni (þ.m.t. á samfélagsmiðlasíðum okkar).

·         Til að leyfa þér að taka þátt í deilingu efnis á samfélagsmiðlum, þ.m.t. með virku streymi á samfélagsmiðlum.

·         í viðskiptatilgangi okkar, eins og við að greina og stjórna fyrirtækjum okkar, innri stjórnun og áætlanagerð fyrirtækjanna, við markaðsrannsóknir, endurskoðun, við þróun nýrrar vöru, til að bæta síðurnar okkar, til að bæta þjónustuna og vörurnar, til að bera kennsl á notkunarhætti, til að meta skilvirkni kynningarherferða okkar, til að sérsníða upplifun síðanna og innihalds þeirra skv. fyrri notkun þinni á síðunum, og til að mæla ánægju viðskiptavina og veita viðskiptavinum þjónustu (þ.m.t. úrræðaleit í tengslum við mál sem koma upp hjá viðskiptavinum).

·         Eins og við teljum vera nauðsynlegt eða viðeigandi: (a) samkvæmt núgildandi lögum, þ.m.t. skv. lögum sem gilda utan búsetulands þíns; (b) til að fara eftir lagalegum ferlum; (c) til að bregðast við beiðnum frá opinberum yfirvöldum og ríkisstjórn, þ.m.t. opinberum yfirvöldum og ríkisstjórnum utan búsetulands þíns; (d) til að framfylgja skilmálum okkar og skilyrðum; (e) til að vernda starfsemi okkar eða einhverra eignatengdra fyrirtækja; (f) til að vernda réttindi okkar, einkalíf, öryggi eða eignir og/eða eignatengdra fyrirtækja, þín eða annarra; og (g) til að gera okkur kleift að nota tiltæk úrræði eða til að lágmarka það tjón sem við kunnum að verða fyrir.
 

5.   Hvernig við gætum upplýst um persónuupplýsingar

Samkvæmt 6. hluta hér fyrir neðan, gildandi lögum um vernd gagna og þar sem við á, með samþykki þínu, gætum við gefið upp persónuupplýsingarnar þínar til eftirtalinna aðila (listinn er ekki tæmandi):

·         til eignatengdra félaga okkar (þ.e. félaga í fyrirtækjahópnum okkar) í þeim tilgangi sem lýst er í þessari stefnu um persónuvernd.

·         til þjónustuveitenda sem teljast til þriðju aðila og eignatengdra fyrirtækja sem veita þjónustu, s.s. hýsingu vefsíða, gagnagreiningu, meðhöndla greiðslur, ganga frá pöntunum, sjá um boðleiðir, veita upplýsinga- og markaðsþjónustu, veita þjónustu til viðskiptavina, afhenda tölvupóst, meðhöndla kreditkort, endurskoða eða framkvæma svipaða þjónustu til að geta veitt okkur þjónustu.

·         til fyrirtækja sem vinna með okkur við markaðssetningu og sem við erum í sérstökum tengslum við. Þar sem þessir þriðju aðilar munu nota persónuupplýsingar þínar í samræmi við sína eigin stefnu um persónuvernd, skaltu athuga vefsíður þeirra til að finna slíkar upplýsingar.

·         í tengslum við kynningar, t.d. til þriðju aðila sem eru ábyrgir fyrir happdrættum, kynningum með verðlaunum, keppnum eða öðrum kynningum, þegar gefa þarf upp lista yfir nöfn og búsetulönd þeirra sem hafa unnið og/eða þegar tilkynna þarf um nöfn þeirra sem heimsótt hafa síðurnar (t.d. á bloggsíðunni okkar) eða á annan hátt í samræmi við þær reglur sem gilda um viðkomandi kynningu.  Að því leyti sem skilmálar og skilyrði þeirra reglna sem snerta meðferð á persónuupplýsingum þínum stangast á við þessa stefnu um persónuvernd, skulu skilmálar og skilyrði reglnanna í hvert skipti gilda.

·         Til að auðkenna þig fyrir öllum þeim sem þú sendir skilaboð til í gegnum síðurnar.

·         Til þriðja aðila ef um er að ræða einhverja endurskipulagningu, samruna, sölu, sameiginlegt verkefni, úthlutað verkefni, flutning eða annað á einhverjum hluta af fyrirtæki okkar, hlutabréfum eða eignum (þ.m.t. í tengslum við gjaldþrot eða svipaða atburðarás).

·         Eins og við teljum vera nauðsynlegt eða viðeigandi: (a) samkvæmt núgildandi lögum, þ.m.t. skv. lögum sem gilda utan búsetulands þíns; (b) til að fara eftir lagalegum ferlum; (c) til að svara beiðnum frá opinberum yfirvöldum og ríkisstjórn, þ.m.t. opinberum yfirvöldum og ríkisstjórnum utan búsetulands þíns; (d) til að framfylgja skilmálum okkar og skilyrðum; (e) til að vernda starfsemi okkar eða einhverra eignatengdra fyrirtækja; (f) til að vernda réttindi okkar, einkalíf, öryggi eða eignir og/eða eignatengdra fyrirtækja, þín eða annarra; og (g) til að gera okkur kleift að nota tiltæk úrræði eða til að lágmarka það tjón sem við kunnum að verða fyrir.
 

6.   Hvernig við gætum notað og gefið upp persónuupplýsingar í tengslum við þjónustu samfélagsmiðla

Samkvæmt gildandi lögum um vernd gagna og þar sem við á, með samþykki þínu, gætu persónuupplýsingarnar þínar verið notaðar og gefnar upp í tengslum við þjónustu samfélagsmiðla til eftirtalinna aðila (listinn er ekki tæmandi):

·         af þér, á skilaboðasvæðum, spjalli, prófílsíðum og á bloggsíðum og á annarri þjónustu þar sem þú getur sett inn upplýsingar og efni (þ.m.t. á samfélagsmiðlasíðunum okkar). Vinsamlegast athugaðu að allar upplýsingar sem þú setur inn eða gefur upp gegnum þessa þjónustu breytast í opinberar upplýsingar og geta þær verið aðgengilegar þeim sem heimsækja síðurnar og almenningi. Við hvetjum þig til að gæta varúðar þegar þú upplýsir um persónuupplýsingar þínar eða þegar þú setur inn aðrar upplýsingar í gegnum síðurnar.

·         ef þú tekur þátt í að deila efni (t.d. ef þú tengir samfélagsmiðlareikninginn þinn við síðureikninginn þinn eða ef þú skráir þig inn á síðuna í gegnum samfélagsmiðlareikning), til vina þinna sem tengjast samfélagsmiðlareikningnum þínum, eða til annarra notenda vefsíðunnar eða til veitanda samfélagsmiðlareikningsins, í tengslum við virkni þína við deilingu efnis á samfélagsmiðlum. Ef þú til dæmis skráir þig inn á síðurnar í gegnum samfélagsmiðlareikning, getum við birt skráningarskilaboð á viðmótinu þínu og ef þú smellir á hnappinn „líkar við" á samfélagsmiðli á síðunni á meðan þú ert skráð(ur) inn á samfélagsmiðilinn, flytjast upplýsingar um það til aðilans sem veitir samfélagsmiðlaþjónustuna og þær gætu orðið aðgengilegar á viðmótinu þínu á samfélagsmiðlinum. Með því að tengja saman síðureikninginn þinn og samfélagsmiðlareikninginn þinn gefur þú okkur leyfi til að deila upplýsingum með veitanda samfélagsmiðlaþjónustunnar og þú skilur að notkun þeirra upplýsinga sem við deilum stjórnast af stefnu samfélagsmiðilsins um persónuvernd. Ef þú vilt ekki að persónuupplýsingum þínum sé deilt með öðrum notendum eða með veitanda samfélagsmiðlaþjónustunnar, skaltu ekki tengja samfélagsmiðlareikninginn þinn við síðureikninginn og þú skalt ekki deila efni inn á samfélagsmiðla frá síðunni.

·         af þér ef þú tekur þátt í virku streymi á samfélagsmiðlum (sem þú getur gert með því að vísa til okkar á samfélagsmiðli eða með því að „líka" við okkur gegnum vettvang samfélagsmiðla). Ef þú tekur þátt, kann opinbert notandanafn þitt og prófílmynd að birtast á síðunni ásamt innskotinu þínu, að því marki sem leyfilegt er samkvæmt gildandi lögum um vernd gagna.
 

7.   Hvernig við notum persónuupplýsingar í markaðstengdum tilgangi

Ef þú samþykkir og ef þess er krafist samkvæmt gildandi lögum, getum við notað persónuupplýsingarnar þínar til að gera þér kunnugt um vörur og/eða þjónustu frá okkur, eignartengdum félögum eða samstarfsfélögum og annað markaðsefni sem við teljum að þú gætir haft áhuga á. Þessi samskipti geta átt sér stað (takmarkalaust) í gegnum tölvupóst, síma, bréfasendingu, skynditilkynningu eða SMS. Á viðeigandi síðu(m) þessarar síðu, samkvæmt því sem við á, verða samþykktarferli í tengslum við þessar tegundir samskipta notuð, í samræmi við og samkvæmt kröfum gildandi laga. Athugaðu að þú getur afturkallað samþykki þitt hvenær sem er til að koma í veg fyrir samskiptin í framtíðinni að hluta til eða í heild sinni, með því að nota tengiliðaupplýsingarnar sem gefnar eru upp í hluta 19.

Við gefum þér marga valkosti um hvernig við getum notað og gefið upp persónuupplýsingarnar þínar í markaðssetningartilgangi.

·         Ef þú vilt einhvern tímann hætta að fá markaðsupplýsingar frá okkur í tölvupósti, skaltu láta okkur vita með því að senda tölvupóst, hringja eða skrifa okkur með því að nota tengiliðaupplýsingarnar hér fyrir neðan í hlutanum „Hafðu samband” eða með því að nota aðgerð til að afturkalla áskrift í póstinum sem þú fékkst. Í tölvuskeytunum gætum við til dæmis sett inn tengil til að segja áskriftinni upp eða netfang sem þú getur sent beiðni í gegnum til að segja áskriftinni upp. Í beiðni þinni og þar sem slíkt á við skaltu gefa til kynna að þú viljir ekki lengur fá markaðstengdan tölvupóst frá okkur.

·         Þar að auki munum við ekki gefa persónuupplýsingarnar þínar upp til þriðju aðila, þ.m.t. til dótturfélaga okkar, vegna beins markaðstengds tilgangs þriðja aðila, nema ef við höfum fengið frá þér skýrt samþykki á slíkum flutningi og notkun persónuupplýsinga.

Athugaðu að ekki er víst að breytingin taki strax gildi. Við reynum að verða við beiðni þinni eins fljótt og mögulegt er. Í slíkum tilfellum fjarlægjum við ekki endilega allar persónuupplýsingarnar þínar úr gagnagrunnum okkar en við munum framkvæma aðgerðir til að reyna að skrá og virða breyttar skoðanir þínar. Athugaðu einnig að ef þú vilt ekki fá markaðstengdan tölvupóst frá okkur, getum við samt haldið áfram að senda þér mikilvægan stjórnunarpóst og þú getur ekki neitað að taka á móti slíkum stjórnunarpósti.
 

8.   Hvernig við gætum safnað öðrum upplýsingum

Við og þjónustuaðilar okkar sem eru þriðju aðilar gætum safnað öðrum upplýsingum á mismunandi vegu, þ.m.t.:

·         Gegnum vafrann þinn eða tæki: Vissum upplýsingum er safnað af flestum vöfrum eða sjálfvirkt í gegnum tækið þitt, eins og Media Access Control (MAC) vistfangið þitt, tegund tölvu (Windows eða Macintosh), skjáupplausn, heiti og útgáfu stýrikerfis, framleiðanda og gerð tækis, tungumál, tegund Internetvafra og útgáfu, þjónustuaðila og nafn og útgáfu síðanna (eins og smáforritsins) sem þú notar. Við notum þessar upplýsingar í tölfræðilegum tilgangi og til að tryggja að síðurnar virki á réttan hátt.

·         Í gegnum log-skrár netþjóns: IP-tala þín er númer sem fyrirtækið sem veitir þér netþjónustu gefur tölvunni þinni eða tækinu sem þú ert að nota sjálfkrafa (ISP). IP-tala er auðkennd og skráð sjálfkrafa í atburðaskrár netþjóns okkar í hvert skipti sem notandi heimsækir síðurnar. Tími heimsóknar er einnig skráður og hvaða síður voru heimsóttar. Að safna IP-tölum er stöðluð venja á Internetinu og er framkvæmd sjálfkrafa af mörgum vefsíðum. Við notum IP-tölur til þess að reikna út notkun á síðunum, aðstoða við að greina netþjónavandamál og til að stjórna síðunum. Athugaðu að við notum IP-tölur, atburðaskrár og tengdar upplýsingar sem aðrar upplýsingar, nema þar sem annars er krafist samkvæmt gildandi lögum.

·         Notkun á vefkökum: Vefkökur leyfa netþjóni að flytja upplýsingar til tölvu eða tækis til að viðhalda skráningu eða í öðrum tilgangi. Við notum vefkökur og aðra tækni m.a til að veita þér betri þjónustu með sérsniðnum upplýsingum og til að auðvelda áframhaldandi aðgang þinn að og notkun á vefsíðunum. Ef þú vilt ekki að upplýsingum sé safnað með notkun á vefkökum, getur þú stillt vafrann þinn á einfaldan hátt, þannig að hann neiti að taka á móti kökum. Til að fræðast meira um vefkökur skaltu vinsamlegast heimsækja :http://www.allaboutcookies.org/. Frekari upplýsingar um notkun okkar á vefkökum í ESB er að finna í stefnu okkar um vefkökur.

·         Notkun Adobe Flash tækni (þ.m.t. Flash Local Stored Objects („Flash LSO tækni”)) og annarrar svipaðrar tækni: Við getum notað Flash LSO tækni og aðra tækni m.a til að safna og geyma upplýsingar um notkun þína á síðunum. Ef þú vilt ekki að Flash LSO sé geymt á tölvunni þinni eða tækinu, getur þú stillt stillingar Flash Player forritsins þannig að það stöðvi slíka geymslu með því að nota verkfærin í Stillingar geymslu á vefsíðu (Website Storage Settings). Þú getur einnig stjórnað Flash LSO með því að fara í Global Storage Settings Panel og fylgja leiðbeiningum (sem geta falið í sér hvernig t.d. skal eyða þeim Flash LSO sem eru þegar til staðar (sem vísað er til sem „upplýsinga" á Macromedia-svæðinu), hvernig skal koma í veg fyrir að Flash LSO sé geymt á tölvunni þinni án þess að þú sért spurð(ur) (fyrir Flash Player 8 og nýrri útgáfur) og hvernig skal stöðva Flash LSO sem er verið að afhenda af þeirri síðu sem þú ert á hverju sinni). Athugaðu að það að stilla Flash Player þannig að hann taki ekki á móti Flash LSO eða takmarki slíkt, getur dregið úr eða stöðvað notkun á sumum þáttum Flash forritsins, t.d. þegar verið er að nota Flash forrit í tengslum við síðurnar eða það efni sem við erum með á netinu.

·         Notkun á pixla-merkjum, vefvitum, hreinum GIF-myndum eða svipaðri tækni: Þessi tækni getur verið notuð í tengslum við sumar undirsíður síðanna og í tengslum við HTML-sniðinn tölvupóst til þess, meðal annars, að fylgjast með og rekja aðgerðir notenda síðanna og viðtakenda tölvupósts, til að mæla árangur markaðssetningar og safna upplýsingum um notkun síðanna og viðbragðshraða.

·         Með samantekt upplýsinga: Samanteknar persónuupplýsingar auðkenna þig ekki persónulega né neinn annan notanda síðanna, (t.d. getum við notað persónuupplýsingar til að reikna út fjölda notenda sem hafa ákveðið símasvæðisnúmer). Vera má að þessar samanteknu persónuupplýsingar séu notaðar til tölfræðigreiningar og -stjórnunar, þ.m.t. greining á tilhneigð, tryggingafræðileg verkefni, aðlögun vara og þjónustu, áhættumat og greining á kostnaði og gjöldum sem tengjast vörum okkar og þjónustu.
 

9.   Hvernig við gætum notað eða gefið upp aðrar upplýsingar

Athugaðu að við gætum notað og gefið upp aðrar upplýsingar í hvaða tilgangi sem er, nema þar sem annars er krafist samkvæmt gildandi lögum, þ.m.t. í tilfellum þar sem slík notkun er ekki í samræmi við gildandi lög um persónuvernd. Ef gildandi lög krefjast þess að við meðhöndlum aðrar upplýsingar eins og persónuupplýsingar þá gætum við, til viðbótar við þá notkun sem talin er upp í „Hvernig við gætum safnað öðrum upplýsingum", notað og gefið upp aðrar upplýsingar í öllum tilgangi þar sem við notum og gefum upp persónuupplýsingar.

Í sumum tilvikum gætum við tekið saman aðrar upplýsingar og persónuupplýsingar (eins og að tengja nafn þitt við póstnúmer). Ef við tengjum aðrar upplýsingar við persónuupplýsingar, þá eru upplýsingarnar meðhöndlaðar eins og persónuupplýsingar á meðan þær eru tengdar saman.
 

10. Síður þriðju aðila/þjónustuveitendur sem teljast til þriðju aðila

Þessi stefna um persónuvernd nær ekki til og við berum ekki ábyrgð á, persónuvernd, upplýsingum eða öðrum verkum þriðja aðila, þ.m.t. allra þriðju aðila sem stjórna öllum vefsíðum sem geta verið til staðar sem tenglar innan síðanna. Þó að tengill sé tekinn með innan síðanna þýðir það ekki að tengillinn sé samþykktur af okkur eða eignatengdum fyrirtækjum okkar.

Hafðu einkum í huga að síðurnar geta innihaldið tengil yfir á viðskiptavefsíður, þ.m.t. rafrænar viðskiptasíður sem hafa vörumerki Coca-Cola sem merki hjá sér. Þessi stefna um persónuvernd nær ekki yfir neinar rafrænar viðskiptasíður sem geta verið til staðar sem tenglar innan þessara síða. Allar persónuupplýsingar sem þú gefur upp á rafrænni viðskiptasíðu heyra undir persónuverndarstefnu rafrænu viðskiptasíðunnar en ekki undir þessa persónuverndarstefnu. Við höfum enga stjórn á og berum ekki ábyrgð á notkun upplýsinga sem safnað er í gegnum rafrænar viðskiptasíður.

Í sumum tilvikum getum við notað greiðsluþjónustu þriðja aðila til að meðhöndla kaup og/eða til að safna gjafafé sem berst í gegnum vefsíðurnar. Í þessum tilvikum getur þessi þriðji aðili safnað persónuupplýsingum þínum í stað okkar, og þær heyra þá undir stefnu þriðja aðila um persónuvernd, en ekki undir þessa persónuverndarstefnu. Við höfum enga stjórn á og berum ekki ábyrgð á notkun þriðja aðila eða birtingu hans á persónuupplýsingum þínum og við berum ekki ábyrgð á þriðju aðilum eða vefsíðum þeirra. Við ábyrgjumst ekki nákvæmni, heilleika, tímanleika eða hentugleika upplýsinga í persónuverndarstefnum þessara þriðju aðila. Þú berð ábyrgð á að lesa persónuverndarstefnur á vefsíðum þriðju aðila vandlega áður en þú notar þær.

Að auki getum við veitt þér aðgang að aðgerðum þriðja aðila sem leyfir þér að setja ákveðið efni inn á samfélagsmiðlareikninginn þinn. Athugaðu að allar upplýsingar sem þú setur inn gegnum slíkar aðgerðir stjórnast af stefnu um persónuvernd þriðja aðila og þessi stefna um persónuvernd gildir ekki þar um. Við höfum enga stjórn á, og berum ekki ábyrgð á notkun upplýsinga sem safnað er í gegnum slíkar aðgerðir.

Við berum heldur ekki ábyrgð á stefnu eða starfsemi annarra aðila um söfnun, notkun og upplýsingagjöf (þ.m.t. um gagnaöryggi) eins og Facebook, Apple, Google, Microsoft, RIM, eða nokkurs annars smáforritaframleiðanda, smáforritaveitanda, veitanda samfélagsmiðlaþjónustu, veitanda stýrikerfis, veitanda þráðlausrar netþjónustu eða framleiðanda tækis, þ.m.t. allar persónuupplýsingar sem þú gefur öðrum fyrirtækjum í gegnum eða í tengslum við smáforritin eða í gegnum samfélagsmiðlasíður okkar.
 

11. Auglýsingatengdir verktakar hjá þriðja aðila

Athugaðu að auglýsingatengdir verktakar hjá þriðja aðila geta notað pixla-merki, vefvita, hreinar GIF-myndir eða aðra tækni í tengslum við síðurnar til að hjálpa til við stjórnun gegnum netið á auglýsingaherferðum og auglýsingum í tölvupósti og til að styrkja skilvirkni slíkra herferða. Ef verktaki hefur t.d. sett einstaka vefköku á tölvu þína getur hann notað pixla-merki, vefvita, hreinar GIF-myndir eða aðra svipaða tækni til að þekkja aftur vefkökuna þegar þú heimsækir síðurnar og komast þannig að því hvaða auglýsingar okkar á netinu hafa fengið þig til að fara inn á síðurnar og verktakinn getur látið okkur slíkar upplýsingar í té til að við getum nýtt okkur þær. Athugaðu að við getum tengt aðrar upplýsingar frá verktökum við persónuupplýsingar um þig sem við höfum áður safnað. Samantengdu upplýsingarnar eru meðhöndlaðar á sama hátt og persónuupplýsingar á meðan þær eru tengdar saman.

Samkvæmt gildandi lögum og þar sem við á, með samþykki þínu, getur við notað auglýsingafyrirtæki sem teljast til þriðju aðila til að setja inn auglýsingar á síðurnar okkar. Þessi fyrirtæki geta notað upplýsingar (að frátöldu nafni þínu, heimilisfangi, netfangi eða símanúmeri) um heimsóknir þínar á þessar og aðrar vefsíður til að veita þér auglýsingar um þjónustu og vörur sem þú gætir haft áhuga á. Nánari upplýsingar um þessa starfsemi er að finna á http://evidon.com og upplýsingar um þá valkosti sem þú hefur til að þessum upplýsingum sé ekki safnað eða þær notaðar af þessum fyrirtækjum er að finna á http://www.evidon.com/consumers/profile_manager#tab3.
 

12. Tæknilegar og rekstrartengdar öryggisráðstafanir

Við nýtum okkur raunhæfar, rekstrartengdar, tæknilegar og stjórnunartengdar ráðstafanir til að leitast við að vernda persónuupplýsingar sem við búum yfir í samræmi við gildandi lög um vernd gagna. Því miður eru engir gagnaflutningar á Internetinu og engar gagnageymslur 100% öruggar. Ef þú hefur ástæðu til að ætla að samskipti þín við okkur séu ekki lengur örugg (t.d. ef þér finnst öryggi einhvers reiknings sem þú ert með hjá okkur vera í hættu), skaltu umsvifalaust láta okkur vita um vandamálið með því að fara eftir hlutanum „Hafa samband“ hér fyrir neðan (athugaðu að tilkynning í hefðbundnum bréfpósti lengir þann tíma sem það tekur okkur að bregðast við vandanum).
 

13. Réttur þinn til að andmæla, fá aðgang að, leiðrétta eða eyða persónuupplýsingum

13.1. Nýting réttinda til andmæla og afturköllunar samþykkis til að fá rafrænar viðskiptatilkynningar:

Þú hefur rétt til að andmæla vinnslu upplýsinganna þinna til að fá sendar viðskiptatilkynningar og til að afturkalla samþykki þitt á þeim hvenær sem er. Í báðum tilfellum (andmæli og afturköllun) er nóg að tilkynna Coca-Cola European Partners Ísland ehf og Coca-Cola Services SA um slíkt. Til að gera þetta getur þú beðið um að hætta að fá viðskiptatilkynningar:

- Viðeigandi netfang: thjonusta@ccep.is , með því að gefa til kynna andmæli þín eða afturköllun

Bæði Coca-Cola European Partners Ísland ehf og Coca-Cola Services SA taka til greina allar slíkar tilkynningar til að tryggja rétt þinn samkvæmt lögum um rafræn viðskipti og viðskiptatilkynningar. Til að þetta sé hægt getur verið að upplýsingarnar þínar séu sendar á milli þessara fyrirtækja.

Þú getur einnig afturkallað samþykki þitt til að fá viðskiptatilkynningar með því að senda tölvupóst þegar þú færð slík tölvuskeyti.

13.2. Nýting réttinda til að andmæla, fá aðgang að, leiðrétta og eyða upplýsingum:

Coca-Cola European Partners Ísland ehf og Coca-Cola Services SA gera þér kunnugt um réttindi þín til að fá aðgang að, leiðrétta, afturkalla og andmæla upplýsingum með skriflegri beiðni sem send er til Coca-Cola European Partners Ísland ehf og Coca-Cola Services SA á eftirfarandi póstfang: Coca-Cola European Partners Ísland ehf, Studlahals 1, 110 Reykjavik, Iceland   eða rafrænt til thjonusta@ccep.is .

Beiðnin þín verður tekin til greina af Coca-Cola European Partners Ísland ehf og Coca-Cola Services SA til að tryggja að þú getir nýtt þér réttindi þín hvað varðar skrár sem hvort fyrirtæki ber ábyrgð á. Til að þetta sé hægt getur verið að upplýsingarnar þínar séu sendar á milli þessara fyrirtækja.
 

14. Geymslutími gagna

Við geymum persónuupplýsingarnar þínar í þann tíma sem er nauðsynlegur til að uppfylla markmið þessarar stefnu um persónuvernd nema lengri geymslutíma sé krafist eða hann leyfður skv. lögum.
 

15. Notkun síðanna

Síðurnar eru ætlaðar einstaklingum sem eru í það minnsta 16 ára. Við krefjumst þess að aðrir einstaklingar gefi ekki upp persónuupplýsingar í gegnum síðurnar.

Vera má að aldurstakmarkanir séu á sumum síðum eða smáforritum og þær byggjast á efni sem hentar til áhorfs af ákveðnum aldurshópum eða því sem er leyfilegt samkvæmt lögum. Í tilfellum þar sem aldurstakmarkanir eiga við er slíkt greinilega merkt á stafrænum verkvangi Coca-Cola og þú kannt að vera beðin(n) um að sannreyna aldur þinn áður en þú færð að halda áfram.

Foreldrar skulu vera meðvitaðir um að þær persónuupplýsingar sem börn þeirra eða annar aðili gefa sjálfviljug upp á spjallsíðum, málþingi, í gegnum tölvupóst eða aðrar samskiptaleiðir sem í boði eru á síðunum og/eða smáforritinu, geta leitt til óæskilegra skilaboða, tölvuskeyta eða samskipta frá öðrum aðilum. Coca-Cola hvetur foreldra til að kenna börnum sínum að nota internetið á ábyrgan og öruggan hátt.
 

16. Flutningur yfir landamæri

Að því leyti sem gildandi lög um vernd gagna leyfa og eftir að öll viðeigandi skilyrði um geymslu og/eða flutning á persónuupplýsingum hafa verið uppfyllt, má geyma og vinna með persónuupplýsingar þínar í sérhverju því landi þar sem við höfum aðstöðu eða þjónustuveitendur. Þessi lönd geta kveðið á um mismunandi reglur um gagnavernd en þínu landi. Að eigin vild og þar sem þess er krafist af gildandi lögum um vernd gagna, gætum við beðið þig um sérstakt samþykki til að flytja persónuupplýsingar þínar á viðeigandi síður þessarar síðu, þ.m.t. með því að biðja þig um að merkja við glugga til að staðfesta að þú samþykkir það, svo dæmi sé tekið.

Notendur í Evrópusambandinu ættu að hafa í huga að persónuupplýsingar þeirra verða fluttar til landa eða svæða utan Evrópska efnahagssvæðisins. Í því tilfelli munum við tryggja að viðeigandi verndarráðstöfunum sem byggjast á stöðlum ESB (t.d. samningsákvæði) sé komið á til að vernda persónuupplýsingar þínar nægilega

17. Gildandi lög

Alls staðar þar sem þessi persónuverndarstefna vísar til gildandi laga og gildandi laga um persónuvernd, skulu belgísk og íslensk lög gilda.

18. Uppfærsla á þessari persónuverndarstefnu

Vera má að við breytum þessari persónuverndarstefnu af og til, þ.m.t. gerum marktækar breytingar á vefkökunum sem við notum. Við munum krefjast samþykkis þíns á þessum uppfærslum þegar þú skráir þig inn á reikninginn. Ef þú samþykkir ekki þessar breytingar geturðu ekki skráð þig inn aftur.
 

19. Hvernig hafa skal samband við okkur

Ef þú hefur einhverjar spurningar um stefnu okkar um persónuvernd, skaltu hafa samband við okkur á eftirfarandi hátt:

1.     Þú getur sent okkur tölvupóst á: thjonusta@ccep.is

2.     Þú getur sent póst á eftirfarandi póstfang:

Ath.: Coca-Cola European Partners Ísland ehf, Studlahals 1, 110 Reykjavik, Iceland  

 

Þú mátt prenta, hala niður eða á annan hátt halda eftir afriti af þessari persónuverndarstefnu (eða af endurskoðaðri útgáfu hennar) til að hafa í skrám þínum.

 

© 2016 The Coca-Cola Company. Allur réttur áskilinn.