PERSÓNUVERNDARSTEFNA

 

 

Persónuverndarreglur sem gilda um

persónuupplýsingar sem unnið er úr í tengslum við cocacola.is + undirsíður

 

 

SÍÐAST ENDURSKOÐAÐ [12.11.18]

 

 

1.        Almennar persónuverndarreglur

2.        Hvaða persónuuplýsingum um þig söfnum við?

3.        Hvernig söfnum við persónuupplýsingum um þig?

4.        Hvernig notum við persónuupplýsingar um þig?

5.        Hvers konar ágrip gerum við?

6.        Hverjum veitum við aðgang að persónuupplýsingum um þig?

7.        Setur þriðju aðila / þriðju aðila þjónustuaðilar

8.        Söluaðilar sem eru þriðju aðilar og tengjast gegnum auglýsingar

9.        Hver er réttur þinn þegar kemur að vinnslu á persónuupplýsingum um þig, hvernig getur þú neytt hans og hvernig getur þú haft samband við okkur?

10.       Hvelengi varðveitum við persónuupplýsingar um þig?

11.       Notkun þeirra sem eru undir lögaldri á setrum og viðvörun til foreldra

12.       Hvaða persónuupplýsingar sendum við út fyrir Evrópska efnahagssvæðið?

13.       Gildandi lög

14.       Uppfærslur á þessum persónuverndarreglum

 

 

1.         Almennar persónuverndarreglur

a.       Í eftirfarandi persónuverndarreglum („persónuverndarreglur") koma fram reglur okkar fyrir vinnslu persónuupplýsinga um þig sem við söfnum í gegnum

-          vefsíðu okkar hjá www.cocacola.is („vefsetrið“),

-          síða hlutdeildar-samfélagsmiðils www.facebook.com/cocacolaisland, instagram.com/cocacolaisland, facebook.com/fantaisland („samfélagsmiðillinn“) (saman nefnt „setrin“).

Persónulegar upplýsingar varða þig sem einstakling beint eða óbeint („persónuupplýsingar“).

b.       NV Coca-Cola Services SA, með skráða skrifstofu að Chaussée de Mons 1424, 1070 Brussels („CCS“), er ábyrgðaralilinn (samkvæmt merkingu ESB reglugerðar 2016/679 Evrópuþingsins og ráðsins frá 27. apríl 2016 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga og niðurfellingu tilskipunar 95/46/EB (hér eftir í þessu skjali nefnd „almenna persónuverndarreglugerðin“) sem ber ábyrgð á vinnslu persónuupplýsinga um þig í tengslum við setrin (hér eftir í þessu skjali nefnt „við“, „okkur“ og „okkar“).

c.       Þú hefur færi á að hafa hliðsjón af þessum persónuverndarreglum með því að smella á tengilinn „persónuverndarreglur“ sem er neðst á hverri síðu vefsíðunnar, á samfélagsmiðlunum og á síðunni þar sem þú getur sótt appið okkar. Þakka þér fyrir að lesa þessar persónuverndarreglur vandlega.

d.       Þú getur flett á setrunum okkar, kynnt þér spennandi atriði á þeim á meðan þú flettir og deilt þeim með öðrum. Þú getur einnig búið til reikning til að fá aðgang að öllum setrum sem eru tengd miðlægum gagnagrunni Coca-Cola fyrir samskipti við neytendur („reikningurinn“) og taka þátt í kynningum. Upplýsingar um það hvernig við notum persónuupplýsingar um þig þegar þú skráir þig á reikning, er að finna í þessum persónuverndarreglum persónuverndarreglum. Núverandi persónuverndarreglur gilda um alla notendur setranna okkar, hvort sem þeir eru skráðir eða ekki.

 

2.         Hvaða persónuuplýsingum um þig söfnum við?

a.   Persónuuplýsingar um þig sem við söfnum og vinnum úr

Við söfnum og vinnum úr eftirfarandi upplýsingum um þig:

·         eftirnafn,

·         fornafn,

·         kyn,

·         fæðingardagur,

·         notandanafn,

·         póstfang,

·         símanúmer (að meðtöldum heima- og farsímanúmerum),

·         netfang,

·         Opinbert persónuágrip á samfélagsmiðlum, nafn, ljósmyndir, „læk“, staðsetning, aðrar upplýsingar úr opinberu ágripi;

·         Efni sem notandi býr til á samfélagsmiðli: ljósmyndir, texti, vídeó, tákn, myllumerkisupptökur sem þú deilir á samfélagsmiðlum.

·         upplýsingar um staðsetningu,

·         frístundaiðja og áhugamál,

·         neysluvenjur,

·         upplýsingar úr vafra og tækjum, IP vistfang, MAC vistfang, [Google auglýsingakenni, kennsl fyrir auglýsendur (kennsl tækis);

·         upplýsingar úr kladdaskrá netþjóns,

·         gögn um appnotkun,

·         Persónuupplýsingar um virkni / afskipti (t.d. dagsetning og tími virkni á viðkomandi setrum, hve oft setur er heimsótt og á hvaða atriði er smellt).

b.  Við óskum eftir að þú sendir okkur ekki og upplýsir ekki um neinar viðkvæmar upplýsingar á eða í gegnum vefsetrin eða með öðrum hætti.

„Viðkvæmar upplýsingar“ eru persónulegar upplýsingar sem tengjast viðkvæmum þáttum eins og:

·         um uppruna eða kynþátt,

·         pólitískar skoðanir,

·         trú eða aðra lífsskoðun,

·         heilbrigði eða aðrar heilsufarsaðstæður,

·         afbrotasögu,

·         aðild að stéttarfélögum,

·         kynhneigð,

 

3.         Hvernig söfnum við persónuupplýsingum um þig?

Við söfnum persónuupplýsingum um þig með eftirfarandi hætti:

·         Í gegnum vefsetrin: Við söfnum persónuupplýsingum í gegnum setrin.

·         Utan nets: Við söfnum persónuupplýsingum frá þér utan nets, eins og þegar þú hefur samband við þjónustuver.

·         Þegar þú sóttir appið: þegar þú sækir og notar appið fylgjumst við með og söfnum gögnum um notkun appa, eins og dagsetninguna og tímann sem appið á tækinu þínu fær aðgang að netþjónum okkar og hvaða upplýsingar og skrár eru sóttar í appið á grundvelli númers tækisins þíns;

·         Raunlæg staðsetning: við sækjum sraunlæga staðsetningu tækis þíns, til dæmis með gervitungli, endurvarpsmastri eða merkjum úr þráðlausum netum;

·         Notkun smygilda: við söfnum persónuupplýsingum um þig þegar þú flettir á setrunum, með smygildum. Söfnun okkar og vinnsla persónuupplýsinga um þig með smygildum fellur undir smygildareglurnar, sem þú ættir að lesa vandlega. Þú getur samþykkt eða hafnað smygildum (nema brýnum smygildum sem skilgreind eru í smygildareglnunum), með því að setja eða taka burt hakið í viðkomandi reit sérstillinga sem tiltækar eru hér id.coke.com.

Persónuupplýsingar sem þú gefur upp í gegnum setrin eru sameinaðar persónuupplýsingum og öðrum upplýsingum sem þú veitir okkur (um netið eða utan þess), eða sem við fáum með öðrum hætti á netinu eða utan þess.

 

4.         Hvernig notum við persónuupplýsingar um þig?

Við notum persónuupplýsingar um þig í eftirfarandi tilgangi:

a.               Bregðast við beiðnum þínum / stjórnunarleg samskipti

·         Til að bregðast við fyrirspurnum þínum, spurningum og athugasemdum og verða við beiðnum þínum.

Lagagrundvöllur fyrir vinnslu: lögmætir hagsmunir okkar til að svara fyrirspurnum þínum.

·         Til að senda stjórnunarlegar upplýsingar til þín, t.d. upplýsingar um setrin, breytingar á skilmálum okkar og breytingar á þessum persónuverndarreglum.

Lagagrundvöllur fyrir vinnslu: lögmætir hagsmunir okkar til að upplýsa þig um breytingar á setrum okkar, breytingar á skilmálum okkar og breytingar á þessum persónuverndarreglum, tímanlega.

b.              Gagnagreining með opinbert persónuágrip þitt á samfélagsmiðlum og deilt efni

·         Við söfnum persónuupplýsingum um þig til að mæla hve virk(ur) þú ert á samfélagsmiðlum okkar og til að greina áhugamál þín. Strangt til tekið söfnum við efni sem þú deilir á samfélagsmiðlum og opinbert persónuágrip þitt á safmfélagsmiðlum, til að greina upplýsingarnar og finna neyslumynstur og tilhneygingu. Það auðveldar okkur að þekkja notendur samfélagsmiðla okkar betur, hvað þeim líkar, hvernig þeir bregðast við vörum okkar, þjónustu og efni. Með því þekkja betur notendur samfélagsmiðla okkar getum við lagað setur okkar að því sem við sjáum að notendur kjósa, en einnig með almennari hætti vörur og þjónustu Coca-Cola.

Lagagrundvöllur fyrir vinnslu: samþykki þitt.

Þú hefur færi á að samþykkja eða hafna þessari söfnun og notkun persónuupplýsinga um þig í ofangreindum tilgangi, með því að velja stillingu fyrir persónuupplýsingar um þig á stjórnborði persónuupplýsinga sem er aðgengilegt á setrunum id.coke.com. Þú þarft aðeins að smella í viðkomandi reit ef þú vilt að unnið verði úr persónuupplýsingum um þig til þess að við getum beitt gagnagreiningu á opinbert persónuágrip þitt á samfélagsmiðlum ásamt deildu efni, til að finna fylgni og bæta setur okkar og almennt að bæta vörur og þjónustu Coca-Cola, og smella til að taka burt hakið ef þú vilt það ekki. Það er sjálfgefið að ekkert hak sé í reitnum.

Þú getur dregið samþykki þitt fyrir söfnun og notkun persónuupplýsinga um þig í ofangreindum tilgangi til baka með því að fara inn á stjórnborðið fyrir persónuupplýsingar sem aðgengilegt er á setrunum og fjarlægja hakið úr viðkomandi reit. Þú getur einnig látið okkur vita að þú viljir draga samþykki þitt til baka með tölvupósti, með því að hringja í okkur eða skrifa á þær tengiliðaupplýsingar sem eru í 9. kafla þessara persónuverndarreglna]. Þegar þú hefur dregið samþykki þitt til baka hættum við vinnslunni í viðkomandi tilgangi.

c.               Gagnagreining varðandi virkni þína á setrunum

·          Við söfnum persónuupplýsingum um þig, þ.m.t. upplýsingum um staðsetningu, til að mæla samskipti þín við setrin (t.d. hvernig þú notar þau, hvenær, hve oft og með hvaða tæki, hve lengi þú dvelur þar og hvað þú smellir á) til að greina leitni og mynstur í neyslunni. Það auðveldar okkur að þekkja notendur setranna betur og laga setrin að kjörstillingum notendanna, en einnig með almennari hætti að bæta vörur og þjónustu Coca-Cola.

Lagagrundvöllur fyrir vinnslu: samþykki þitt.

Þér gefst færi á að samþykkja eða hafna þessari söfnun og notkun persónuupplýsinga um þig varðandi virkni á setrunum, sem ætlað er finna leitni og bæta setrin okkar með gagnagreiningu og almennt að bæta vörur og þjónustu Coca-Cola, með því að stilla kjörstillingar þínar um persónuupplýsingar á stjórnborði persónuupplýsinga sem aðgengilegt er á setrunum id.coke.com. Þú þarft aðeins að smella í viðkomandi reit ef þú vilt að unnið sér úr persónuupplýsingum um þig til að leyfa okkur að beita gagnagreiningu til að finna leitni og bæta setur okkar og almennt vörur og þjónustu Coca-Cola, og smella aftur í reitinn og fjarlægja hakið viljir þú það ekki. Það er sjálfgefið að ekkert hak sé í reitnum.

Þú getur dregið samþykki þitt fyrir þessari söfnun og notkun persónuupplýsinga um þig í ofangreindum tilgangi til baka með því að fara inn á stjórnborðið fyrir persónuupplýsingar sem aðgengilegt er á setrunum og fjarlægja hakið úr viðkomandi reit. Þú getur einnig látið okkur vita að þú viljir draga samþykki þitt til baka með tölvupósti, með því að hringja í okkur eða skrifa og styðjast þá við tengiliðaupplýsingar í 9. kafla þessara persónuverndarreglna. Þegar þú hefur dregið samþykki þitt til baka hættum við vinnslunni í viðkomandi tilgangi.

d.             Vista og deila efni sem þú birtir á samfélagsmiðlum

·         Þú getur deild efni á samfélagsmiðlum okkar, eins og myndum af þér, texta, myllumerkjum, vídeóí og upptökum. Þegar þú lætur slíkt efni í té í samfélagsmiðlum okkar, kunnum við að ákveða að deila sumu af því efni (og opinberu persónuágripi þínu)á setrum okkar, í tengslum við markaðsherferðir og almennt til að kynna og leggja áherslu á setur okkar, Coca-Cola vörur og þjónustu. Þegar við gerum það varðveitum við persónuupplýsingar um þig í miðlægum  gagnagrunni Coca-Cola vegna samskipta við neytendur.      

Lagagrundvöllur fyrir vinnslu: samþykki þitt.

Þú hefur færi á að samþykkja eða hafna þessari söfnun og notkun persónuupplýsinga um þig í ofangreindum tilgangi, með því að stilla kjörstillingar þínar fyrir persónuupplýsingar á stjórnborði persónuupplýsinga sem er aðgengilegt á setrunum. Þú þarft aðeins að smella í viðkomandi reit ef þú vilt að unnið verði úr persónuupplýsingum um þig til þess að við fáum að vista og deila á setrum okkar efninu sem þú birtir á samfélagsmiðlum, og „smella til að fjarlægja hakið“ ef þú vilt það ekki. Það er sjálfgefið að ekkert hak sé í reitnum.

Þú getur dregið samþykki þitt fyrir söfnun og notkun persónuupplýsinga um þig í ofangreindum tilgangi til baka með því að fara inn á stjórnborðið fyrir persónuupplýsingar sem aðgengilegt er á setrunum og fjarlægja hakið úr viðkomandi reit. Þú getur einnig látið okkur vita að þú viljir draga samþykki þitt til baka með tölvupósti [, með því að hringja í okkur eða skrifa og styðjast við tengiliðaupplýsingarnar í 9. kafla þessara persónuverndarreglna]. Þegar þú hefur dregið samþykki þitt til baka hættum við vinnslunni í viðkomandi tilgangi.

e.               Stjórnun upplýsingatækni

·         Við notum persónuupplýsingar um þig til að greina vandamál í netþjónum, stýra setrunum og kanna hvort þau virki rétt.

Lagagrundvöllur fyrir vinnslu: lögmætir hagsmunir okkar til að stjórna upplýsingatæknikerfum okkar og netum til að tryggja að setrin virki rétt.

f.              Viðskipti

·         Komi til þess að þú eigir viðskipti í gegnum setrin, eins og að kaupa vörur Coca-Cola og vörumerki hlutdeildarfélaga, skráum við greiðsluupplýsingarnar sem þú tilgreinir fyrir slík viðskipti, ásamt öllum öðrum persónulegum upplýsingum, svo sem heimilisfangið þangað sem vörurnar sem þú kaupir eru sendar. Við notum persónupplýsingar um þig til að ljúka viðskiptunum og kaupunum þínum.

Lagagrundvöllur fyrir vinnslu: Vinnsla persónuupplýsinga um þig til að ljúka við viðskipti byggir á framfylgd kaupsamningsin þíns.

g.              Reglufylgni við lagalegar skuldbindingar okkar:

·         Til að uppfylla lagalegar skuldbindingar okkar, lagalega málsmeðferð eða fyrirmæli stjórnvalda sem kunna að fela í sér fyrirmæli frá stjórnvöldum utan dvalarlands þíns, þegar við teljum með sanngjörnum hætti að það sé lagaleg skylda okkar að gera það og þegar veiting persónuupplýsinga er brýn til að uppfylla nefndar lagaskuldbindingar, málsmeðferð eða fyrirmæli stjórnvalda.

Lagagrundvöllur fyrir vinnslu: reglufylgni við lagalegar skuldbindingar okkar.

h.             Lögleg verndun hagsmuna okkar

·         Til að framfylgja löglega skilmálum okkar og skilyrðum, vernda starfsemi okkar eða starfsemi einhverra hlutdeildarfélaga okkar, til að verja rétt, friðhelgi, öryggi og eignir okkar og/eða hlutdeildarfélaga okkar, til að gera okkur kleift að leita þeirra lagalegu úrræða sem tiltæk eru eða takmarka þann skaða sem við kunnum að verða fyrir.

Lagagrundvöllur fyrir vinnslu: lögmætir hagsmunir okkar að vernda með lögmætum hætti fyrirtæki okkar.

i.                Fyrirtæki / markaðs- og auglýsingastarfsemi

·         Til að inna af hendi endurskipulagningu, samruna, sölu, samrekstur, framsal, afsal eða aðra ráðstöfun alls eða sérhvers hluta starfsemi okkar, eigna eða hlutabréfa (þar með talið í tengslum við sérhvert gjaldþrot eða álíka málsmeðferð).

Lagagrundvöllur fyrir vinnslu: lögmætir hagsmunir okkar til að framfylgja stefnu fyrirtæksins.

 

5.         Hvers konar ágrip gerum við?

 

a.       Við notum persónuupplýsingar um þig til að gefa telja og búa til persónusnið með sjálfvirkum hætti vinna, með aðstoð Google UID. Talningin og persónusniðin eru gerð til að ná eftirfarandi tilgangi sem lýst er í 4. kafla persónuverndarreglnanna: (i) Gagnagreining varðandi virkni þína á setrunum: og (ii) Gagnagreining með opinbert persónuágrip þitt á samfélagsmiðlum og deilt efni.

b.       Gerð persónusniða hefur ekki lagalegar afleiðingar fyrir þig, né nein áhrif á upplifun þína af setrinu. Í því felst ekki neitt eftirlit eða rakning hegðunar, gerða eða hreyfinga þinna á neinn hátt. Það er eingöngu notað til að auðvelda okkur að skilja almennt hegðun notenda og hvað þeir kjósa helst, og með þeirri greiningu að betrumbæta setrin, vörur Coca-Cola og þjónustu Coca-Cola.

 

6.         Hverjum veitum við aðgang að persónuupplýsingum um þig?

Eftirfarandi viðtakendur fá persónuupplýsingar þínar:

a.       Coca-Cola European Partners Ísland

b.       Adobe Managed Services, sem hýsir upplýsingatæknikerfi okkar og sinnir þeim,  

c.       APIGEE Edge Platform, sem hýsir upplýsingatæknikerfi okkar og sinnir þeim,

d.       Amazon Web Services (AWS) EC2, sem hýsir upplýsingatæknikerfi okkar og sinnir þeim,

e.       CI&T, sem hýsir upplýsingatæknikerfi okkar og sinnir þeim (fyrirtækið sem veitir og viðheldur GO!Progressive)

f.        DMeX, sem hýsir upplýsingatæknikerfi okkar og sinnir þeim

g.       EPAM (ber ábyrgð á CID forritun, staðsett í Ungverjalandi)

h.       ExactTarget, sem styður upplýsingatæknikerfi okkar og sinnir gagnagreiningu í þeim tilgangi sem lýst er í persónuverndarreglnumum.

i.         Gigigo (sér um Orchextra vettvanginn)

j.         Gigya, sem hýsir upplýsingatæknikerfi okkar og sinnir þeim.

k.       Google, sem styður upplýsingatæknikerfi okkar og sinnir gagnagreiningu í þeim tilgangi sem lýst er í persónuverndarreglnumum.

l.         ICP (veitir þjónustu við efnisstýringu DMeX)

m.     Livefyre, sem hýsir upplýsingatæknikerfi okkar og sinnir þeim.

n.       Janrain, sem hýsir upplýsingatæknikerfi okkar og sinnir þeim.

o.       MicroStrategy, sem hýsir upplýsingatæknikerfi okkar og sinnir þeim.

p.       MRM-McCann, sem hýsir upplýsingatæknikerfi okkar og sinnir þeim.

(stýrir öllum Journey vettvanginum)

q.       Qualtrics, sem hýsir upplýsingatæknikerfi okkar og sinnir þeim.

r.        SalesForce, sem hýsir upplýsingatæknikerfi okkar og sinnir þeim.

s.         SessionM, sem hýsir upplýsingatæknikerfi okkar og sinnir þeim.

t.         Wayin DB;

u.       WordPress, sem hýsir upplýsingatæknikerfi okkar og sinnir þeim.

v.       Wunderman (stýring efnisherferða)

w.     CIC verktaki

x.       Eftir því sem við teljum nauðsynlegt eða viðeigandi yfirvöld, hlutdeildarfélög og þriðju aðilar: (a) til að uppfylla lagalegar skuldbindingar okkar: (b) til að bregðast við beiðnum frá opinberum opinberum yfirvöldum og stjórnvöldum, sem geta meðal annars verið opinber yfirvöld og stjórnvöld utan þess lands sem þú býrð í, (c) til að framfylgja skilmálum okkar, (d) til að vernda starfsemi okkar eða sérhverra hlutdeildarfélaga okkar; (e) til að vernda rétt, friðhelgi, öryggi og eignir okkar og/eða hlutdeildarfélaga okkar, og (f) til að gera okkur kleift að beita þeim úrræðum sem tiltæk eru eða takmarka skaða sem við kunnum að verða fyrir.

 

7.         Setur þriðju aðila / þriðju aðila þjónustuaðilar

Persónuverndarreglurnar taka ekki til og við berum ekki ábyrgð á vinnslu og aðferðum við gagnavernd neins þriðja aðila, þar með talinn sérhver þriðji aðili sem starfrækir sérhvert setur sem þessi setur eru með tengil á. Það að tengill sé á vefsetrunum gefur ekki til kynna stuðning okkar eða hlutdeildarfélaga okkar við tengda setrið.

Takið sérstaklega eftir að setrin kunna að vera með tengil á vefverslunarsetur, þar með talin sum vefverslunarsetur sem eru merkt Coca-Cola. Persónuverndarreglur þessar taka ekki til neinna netsöluvefsetra sem vefsetrin kunna að vera með tengla á. Allar persónuupplýsingar sem þú veitir í gegnum netverslunarvefsetur falla undir persónuverndarreglur netverslunarsetursins og ekki þessar persónuverndunarreglur. Við höfum enga stjórn á og verðum ekki ábyrg fyrir notkun persónuupplýsinga sem safnað er í gegnum netverslunarsetrið.

Í sumum tilvikum kunnum við að nota greiðsluþjónustu þriðja aðila til að vinna úr kaupum og/eða safna framlögum sem berast í gagnum vefsetrið. Í slíkum tilvikum kann sá þriðji aðili að safna persónuupplýsingum um þig, en ekki við, og verða þau þá háð persónuverndarreglum þriðja aðilans, frekar en þessum persónuverndarreglum. Við höfum enga stjórn á, né berum við ábyrgð á notkun þessa þriðja aðila eða birtingu á persónuupplýsingum um þig og við ábyrgjumst ekki þessa þriðju aðila eða vefsetur þeirra. Við staðhæfum ekkert um hve réttar, heildstæðar, tímanlegar eða hæfilegar upplýsingar eru í persónuverndarreglum þessara þriðju aðila. Það er á þína ábyrgð að lesa persónuverndarreglunar á vefsetrum þriðju aðila vandlega áður en þú notar þær.

 

8.         Söluaðilar sem eru þriðju aðilar og tengjast gegnum auglýsingar

Athugið að nettengdir og auglýsingatengdir söluaðilar okkar kunna að nota föng, vefvita, glær GIF eða aðra álíka tækni í tengslum við setrin til að auðvelda að stjórna nettengdum auglýsingaherferðum okkar og með tölvupósti og efla skilvirkni slíkra herferða. Til dæmis ef söluaðili hefur sett einkvæmt smygildi á tölvuna þína, kann söluaðilinn að nota föng, vefvita, glær GIF eða aðra álíka tækni til að bera kennsl á smygildin þegar þú heimsækir setrin og komast að því hvaða nettengdu auglýsingar okkar hafa fært þig á okkar setur og söluaðilinn kann að veita okkur slíkar aðrar upplýsingar til okkar nota. Athugið að við kunnum að tengja þannig aðrar upplýsingar sem söluaðilar okkar veita okkur við persónuupplýsingar um þig sem við höfum áður safnað.

Við kunnum að nota þriðju aðila auglýsingafyrirtæki til að veita auglýsingar á setrum okkar. Þau fyrirtæki kunna að nota upplýsingar (að undanskildu nafni þínu, heimilisfangi, netfangi eða símanúmeri) um heimsóknir þínar á setrin til að veita auglýsingar um vörur og þjónustu sem þú hefur áhuga á. Ef þú vilt nánari upplýsingar um þá starfsemi skaltu heimsækja http://evidon.com og komast því hvaða kostir eru í boði fyrir þig varðandi það að láta ekki safna þessum upplýsingum um þig eða þessi fyrirtæki nota þær, farðu á http://www.evidon.com/consumers/profile_manager#tab3.

 

9.         Hver er réttur þinn þegar kemur að vinnslu á persónuupplýsingum um þig, hvernig getur þú neytt hans og hvernig getur þú haft samband við okkur?

a.       Réttur þinn varðandi vinnslu persónuupplýsinga um þig

Þú átt rétt á:

·         að fá eintak af þeim persónuupplýsingum sem við erum með um þig,

·         að óska eftir því að við uppfærum eða leiðréttum sérhverjar ónákvæmar persónuupplýsingar eða bæta við persónuupplýsingar sem vantar í,

·         að óska eftir því að við hættum að vinna úr persónuupplýsingum um þig í beinum markaðslegum tilgangi.

Þú átt einnig rétt á, við tilteknar aðstæður að:

·         mótmæla vinnslu persónuupplýsinga um þig,

·         óska eftir því að við eyðum persónuupplýsingum um þig,

·         takmörkum vinnslu persónuupplýsinga um þig, og

·         óska eftir því að við sendum tilteknar persónuupplýsingar um þig til þín eða flytjum þær eða látum flytja þær til annars ábyrgðaraðila.

b.      Neyta réttar þíns

Kjósir þú að neyta ofangreinds réttar getur þú haft samband við okkur með með eftirfarandi leiðum:

·         Senda má tölvupóst á eftirfarandi netfang: info@ccep.is

·         Það má hringja í okkur í: 525 2500

·         Skrifa okkur á eftirfarandi póstfang: Coca-Cola European Partners Ísland, Stuðlaháls 1, 110 Reykjavík.

c.       Réttur til að leggja fram kvörtun til til þess bærs yfirvalds persónuverndar

Þú átt rétt á að leggja fram kvörtun hjá til þess bæru yfirvaldi persónuverndar (einkum í aðildarríki þar sem þú býrð venjulega, vinnur eða þar sem meint brot átti sér stað), ef þú telur að unnið sé úr einhverjum hluta persónuupplýsinga um þig með hætti sem er brot á reglugerð ESB um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr 2016 / 679, dagsett 27. apríl 2016.

d.      Tengiliðaupplýsingar fyrir ábyrgðaraðila (DPO) okkar

Þú getur haft samband við ábyrgðaraðila okkar(DPO) á eftirfarandi netfangi: DPO-Europe@coca-cola.com.

 

10.       Hvelengi varðveitum við persónuupplýsingar um þig?

a.       Við höfum í hyggju að varðveita persónuupplýsingar um þig réttar og dagréttar. Við munum eyða persónuupplýsingum um þig sem við erum með þegar við þurfum ekki lengur á þeim að halda.

b.       Við varðveitum persónuupplýsingar um þig sem við notum í þeim tilgangi sem lýst er í þessum persónuverndarreglum í mesta lagi í 2 ár, nema þegar lög krefjast þess að við varðveitum persónuupplýsingar um þig lengur eða skemur.

c.       Upplýsingar um hve lengi við geymum smygildi í verkstöðvum þínu er að finna í reglum okkar um smygildi

 

11.       Notkun þeirra sem eru undir lögaldri á setrum og viðvörun til foreldra

a.       Setrunum er beint að einstaklingum sem eru 13 ára og eldri með samþykki foreldra þar til þeir verða 16 ára. Við óskum eftir því að aðrir einstaklingar sem eru yngri en 13 ára gefi ekki upp persónuupplýsingar í gegnum vefsetrin. Við áskiljum okkur rétt til að óska eftir staðfestingu á samþykki foreldris hvenær sem er til að leyfa vinnslu persónuupplýsinga varðandi ólögráða einstaklinga.

b.       Fyrir sum setur kunna að vera aldurstakmarkanir, miðað við hvað er viðeigandi áhorf fyrir tiltekn aldursbil eða hvað er heimilt samkvæmt lögum. Þegar sérstakar aldurstakmarkanir gilda verður slíkt merkt skilmerkilega á viðkomandi setri og við kunnum að spyrja spurninga til að sannreyna aldur þinn fyrir vinnslu.

 

12.       Hvaða persónuupplýsingar sendum við út fyrir Evrópska efnahagssvæðið?

Til að ná þeim tilgangi sem lýst er í þessum persónuverndarreglum, sendum við persónuupplýsingar um þig til eftirfarandi landa utan Evrópska efnahagssvæðisins („þriðju lönd“) sem eru talin tryggja viðunandi vernd samkvæmt 45. grein GDPR:

Við sendum persónuupplýsingar þínar einnig til þriðju landa sem tryggja ekki viðunandi vernd. Í þeim tilvikum gilda um gagnaflutning okkar eftirfarandi viðeigandi öryggisráðstafanir í samræmi við nýja reglugerð Evrópuþingsins um öflun, vistun og nýtingu persónuupplýsinga (GDPR), til að tryggja að persónuupplýingar um þig séu verndaðar með viðunandi hætti.

- Venjuleg ákvæði um upplýsingavernd sem framkvæmdastjórn ESB hefur innleitt samkvæmt 2. mgr. 46. greinar GDPR (smellið hér til að fá aðgang að ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB um stöðluð samningsákvæði um flutning til vinnsluaðila með staðfestu í þriðju löndum); og

- samkomulag ESB og BNA til varnar friðhelgi einkalífsins um flutning til aðila innan BNA (smellið hér til að fá aðgang að ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB varðandi samkomulag Evrópusambandsins og Bandaríkjanna til varnar friðhelgi einkalífsins).

Til að fá sérhverjar upplýsingar sem viðkoma sérhverjum flutning persónuupplýsingar um þig til þriðju landa (þar með talinn viðkomandi flutningsbúnaður), hafið samband við ábyrgðaraðila okkar(DPO) á þessu netfangi DPO-Europe@coca-cola.com.

 

13.       Gildandi lög

Þessar persónuverndarreglur lúta og þær skal túlka í samræmi við lög í Belgíu og sérhverjum öðrum skylduákvæðum gildandi laga í Evrópusambandinu.

 

14.       Uppfærslur á þessum persónuverndarreglum

a.       Þú sérð hvenær þessum persónuverndarreglum var síðast breytt með því að skoða „SÍÐAST ENDURSKOÐAГ efst á þessari síðu.

b.       Öllum breytingum sem til greina koma á þessum persónuverndarreglum verður komið til þín tímanlega áður en þær öðlast gildi.

Þér er heimilt að prenta, sækja eða varðveita með öðrum hætti afrit af þessum persónuverndarreglum (og sérhverjum endurskoðuðum útgáfum) sem hluta af gögnum þínum.