NOTKUNARSKILMÁLAR

Þegar þú færð aðgang að þessum Coca-Cola stafræna vettvangi, staðfestir þú um leið að þú hafir lesið stefnu um persónuvernd og að þú samþykkir þessa skilmála. Öll viðkomandi lög og allar reglur og skilyrði sem eru skilgreind innan þessa stafræna vettvangs Coca-Cola. Þegar vísað er til þessa stafræna vettvangs Coca-Cola er innfalin tilvísun um notkun á vefsvæði, Facebook, eða fartækjaforritum.

Skilmálar

Gagnavernd

Breytingar á skilmálum

Snið þessa stafræna vettvangs Coca-Cola

Stefna um höfundarrétt

Efni sem þú deilir með okkur

Tenglar frá stafrænum vettvangi Coca-Cola

Skaðabótaábyrgð

Ábyrgðartrygging

Að binda endi á samband þitt við stafrænan vettvang Coca-Cola

Leikir og samkeppnir

 

Top ^

Skilmálar

Þegar þú færð aðgang að stafrænum vettvangi Coca-Cola, staðfestir þú um leið að þú hafir lesið stefnu um persónuvernd og að þú samþykkir þessa skilmála. Öll viðkomandi lög og allar reglur og skilyrði sem eru skilgreind innan þessa stafræna vettvangs
Coca-Cola. Þegar vísað er til þessa stafræna vettvangs Coca-Cola er innfalin tilvísun um notkun á vefsvæði, Facebook, eða fartækjaforritum.

Þessi stafræni vettvangur Coca-Cola er ætlað fólki 16 ára og eldri. Coca-Cola áskilur sér rétt til að fara fram á staðfestingu á samþykki foreldra hvenær sem er. Coca-Cola áskilur sér rétt til að fara fram á staðfestingu á samþykki foreldra hvenær sem er.

Top ^

Gagnavernd

Coca-Cola tekur gagnavernd mjög alvarlega. Þar sem fyrirtækið safnar persónuupplýsingum þínum (t.d. nafni, heimilisfangi eða netfangi) kunna þær að vera notaðar til að:

  • Bæta vörur okkar og þjónustu.
  • Hafa samband við þig (hafir þú gefið samþykki fyrir því)
  • Veita þér aðgang að viðeigandi og spennandi efni á stafrænum vettvangi Coca-Cola, á Facebook, í gegnum fartækjaforrit og á öðrum viðeigandi vettvöngum.

Coca-Cola kann að hafa samband við þig með þessum tengiliðaupplýsingum, á hvaða tiltæka skráningarbúnaði sem er, til að segja þér frá efni, vörum eða þjónustu sem
Coca-Cola telur að geti vakið áhuga þinn.

Ef þú hefur áður skráð þig til að fá markaðsefni innan Facebook, í fartækjaforriti eða á öðrum vettvöngum og þú vilt núna skrá þig út úr því, getur þú gert það með því að hafa samband við viðskiptavinaþjónustu samkvæmt upplýsingunum hér að neðan.

Persónuupplýsingar (til dæmis nafnið þitt, heimilisfang, símanúmer eða netfang), sem þú sendir á smáforrit Facebook eða á fartækjaforrit með rafpósti eða öðrum hætti, mun
Coca-Cola nota í samræmi við stefnu sína um persónuvernd á þessari vefsíðu. Öll önnur samskipti eða efni sem þú sendir á vefsvæðið, Facebook og/eða á fartækjaforritið, t.d. spurningar, ummæli, ábendingar og þess háttar, verða ekki meðhöndluð sem trúnaðarmál og ekki sem einkaeign neins og má Coca-Cola því nota slíkt efni í hvaða tilgangi sem er.

Top ^

Breytingar á skilmálum

Þessi stafræni vettvangur Coca-Cola áskilur sér allan rétt til að breyta skilmálum ef þörf krefur. Ef einhverjar slíkar breytingar eru gerðar, munum við láta þig vita með 30 daga fyrirvara eða, ef skemur, með eins miklum fyrirvara og við ráðum við. Þú viðurkennir og samþykkir að áframhaldandi aðgangur þinn að eða notkun á þessum stafræna vettvangi Coca-Cola feli í sér samþykki á slíkum breytingum.

Top ^

Snið þessa stafræna vettvangs Coca-Cola

Coca-Cola vinnur stöðugt að umbótum á stafrænum vettvangi Coca-Cola til að veita notendum svæðisins bestu mögulegu upplifun. Þú viðurkennir og samþykkir að háttur og eðli þessa stafræna vettvangs Coca-Cola þar með talið innihald kann að breytast af og til án fyrirvara.

Top ^

Stefna um höfundarrétt

Myndir af fólki og stöðum og annað efni sem birt er á stafrænum vettvangi Coca-Cola er annað hvort eign Coca-Cola eða notað með leyfi þess. Þú ættir að gera ráð fyrir að höfundarréttur sé til staðar í öllu sem þú sérð eða lest á stafræna vettvangs Coca-Cola forritinu á vefsvæðinu, á Facebook og í fartækjaforriti. Þú hefur leyfi til að skoða og nota myndir og efni til einkanota og ekki í markaðslegum tilgangi, sem hluta af notkun þinni á þessum stafræna vettvangi Coca-Cola. Öll önnur notkun mynda og efnis af þinni hálfu eða annarra með þínu leyfi er bönnuð, nema hún sé sérstaklega leyfð í þessum skilmálum eða sérstakt leyfi sé veitt annars staðar á þessum stafræna vettvangi Coca-Cola.

Öll óheimil notkun á myndunum gæti brotið gegn höfundarréttarlögum, vörumerkjalögum, lögum um friðhelgi einkalífs, samskiptalögum og reglugerðum.

Coca-Cola veitir enga skuldbindingu um að notkun þín á efni sem birt er á stafrænum vettvangi Coca-Cola muni ekki brjóta gegn réttindum þriðja aðila.

Þú mátt ekki nota skráð eða óskráð vörumerki á stafrænum vettvangi Coca-Cola án skriflegs fyrirframsamþykkis okkar eða skriflegs fyrirframsamþykkis frá viðkomandi eiganda vörumerkis.

Top ^

Efni sem þú deilir með okkur

Við kunnum að setja upp aðgerðir innan þessa stafræna vettvangs Coca-Cola sem gera þér kleift að deila efni þínu með okkur og öðrum notendum svæðisins. Vinsamlegast athugaðu að með því að deila efni í gegnum vefsvæðið getur efni þitt orðið opinbert. Þú gefur
Coca-Cola og tengdum fyrirtækjum þess óafturkallanlegan, opinn, framseljanlegan, varanlegan, gjaldfrían rétt og leyfi sem nær um allan heim, án þess að þú fáir greiðslu fyrir: (a) til að nota, afrita, dreifa, aðlaga (þ.m.t. án takmarkanna að breyta, þýða og endursníða), afleiða, flytja, birta og sýna, opinberlega eða á annan hátt, slíkt efni í öllum fjölmiðlum sem nú eru þekktir eða kunna að verða þróaðir, til Coca-Cola og/eða til tengdra fyrirtækja til nota í viðskiptalegum tilgangi og (b) til að framselja leyfi og framangreind réttindi, gegnum marga aðila, að svo miklu leyti sem er leyfilegt samkvæmt gildandi lögum. Leyfin sem skilgreind eru hér að ofan skulu standa þrátt fyrir að notkun þinni á svæðinu verði hætt, eins og er lýst hér að neðan. Fyrir allt það efni sem deilt er gegnum vefsvæðið gengst notandi við því og ábyrgist að hann/hún hafi öll réttindi til að bera sem nauðsynleg eru til að veita þessi leyfi og að slíkt efni og veiting notandans eða sköpun á því í gegnum svæðið uppfylli öll viðkomandi lög, reglur og reglugerðir og brjóti ekki í bága við eða brjóti á annan hátt á höfundarrétti, vörumerki, viðskiptaleyndarmálum, persónuvernd eða öðrum hugverkarétti eða öðrum réttindum nokkurs þriðja aðila. Þú fyrirgerir einnig óafturkallanlega, að svo miklu leyti sem lög leyfa, öllum „siðferðislegum rétti“ eða öðrum rétti með tilliti til höfundarréttar eða eignar á efni er snertir hvert atriði efnis notanda sem þú sendir inn. Vinsamlegast athugaðu að við samþykkjum hvorki né hvetjum til þess að sent sé inn efni sem inniheldur hugmyndir eða tillögur er tengjast svæðinu, rekstri okkar eða rekstri tengdra aðila. Ef þú sendir okkur inn einhverjar hugmyndir eða tillögur, án tillits til innihalds, höfum við og tengd fyrirtæki okkar engar skuldbindingar með tilliti til slíkra hugmynda eða tillagna og getum við nýtt þær í hvaða tilgangi sem okkur sýnist.

Þér er hér með bannað að birta eða senda ólöglegt, ógnandi, niðrandi, klámfengið, hneykslanlegt, æsandi eða guðlastandi efni eða annað efni sem gæti stuðlað að eða hvatt til hegðunar sem gæti talist glæpsamleg, valdið almennum lögsóknum eða á annan hátt brotið gegn allri gildandi löggjöf. Coca-Cola mun starfa að öllu leyti með þar til bærum löggæsluyfirvöldum eða dómstól sem krefst eða biður Coca-Cola um að gefa upp auðkenni hvers þess aðila sem setur inn slíkar upplýsingar eða efni og fyrirtækið áskilur sér allan rétt til að fjarlægja allt slíkt efni hvenær sem er frá þessum stafræna vettvangi Coca-Cola.

Coca-Cola áskilur sér allan rétt til að fjarlægja öll skilaboð eða yfirlýsingar eða að afturkalla alla tengla eftir því sem það telur rétt.

Top ^

Tenglar frá stafrænum vettvangi Coca-Cola

Þessi stafræni vettvangur Coca-Cola kann að innihalda tengla að öðrum vefsvæðum sem ekki eru í eigu eða undir stjórn Coca-Cola. Coca-Cola hefur enga stjórn á og er ekki ábyrgt fyrir efni, stefnum um persónuvernd eða gjörðum neinna vefsvæða þriðja aðila.

Efni kann að vera vistað á YouTube og YouTube beitir sínum eigin skilmálum og skilyrðum og stefnu um persónuvernd sem eru ekki þau sömu og gilda fyrir þennan stafræna vettvang Coca-Cola. Coca-Cola hefur enga stjórn á og er ekki ábyrgt fyrir efni, stefnum um persónuvernd eða gjörðum á YouTube.

Top ^

Skaðabótaábyrgð

Notkun þín og flettingar á stafrænum vettvangi Coca-Cola eru á þína eigin ábyrgð. Þó að Coca-Cola leggi sig fram um að birta nákvæmar og tímabærar upplýsingar á stafræna vettvangs Coca-Cola forritinu á Facebook og á vefsvæðinu og í fartækjaforritum og til að tryggja áreiðanlegan aðgang, skuldbindur Coca-Cola sig ekki hvað varðar aðgang að stafrænum vettvangi Coca-Cola eða nákvæmni þess. Coca-Cola tekur ekki á sig neina skuldbindingu eða ábyrgð á villum eða ef efni vantar á stafrænan vettvang Coca-Cola. Að því marki sem leyft er samkvæmt gildandi lögum, firrir Coca-Cola sig allri ábyrgð; tjáðri eða gefinni í skyn, hvað varðar nákvæmni þeirra upplýsinga sem eru efni stafræns vettvangs Coca-Cola og mun ekki taka á sig neina bótaábyrgð vegna:

  1. taps gagna eða tjóns sem getur skapast vegna vandræða með aðgang.
  2. taps gagna eða tjóns sem getur skapast vegna notkunar á upplýsingum sem eru til staðar í einhverju efni á þessu vefsvæði.

að því gefnu að við takmörkum ekki á nokkurn hátt skaðabótaskyldu okkar samkvæmt lögum vegna dauðsfalls eða líkamstjóns sem verða vegna vanrækslu okkar.

Top ^

Ábyrgðartrygging

Þú berð ein/n ábyrgð á öllum brotum á skyldum þínum samkvæmt skilmálum og skilyrðum og á afleiðingum allra slíkra brota. Þú viðurkennir að Coca-Cola hefur fullan rétt til að leita skaðabóta frá þér vegna taps sem orsakast til einhvers aðila vegna (a) notkunar þinnar eða aðgerða sem tengjast stafrænum vettvangi Coca-Cola; (b) allra brota á þessum skilmálum af þinni hálfu eða gegnum reikning þinn; eða (c) allra ásakana um að ekkert efni sem þú hefur gert aðgengilegt í gegnum stafrænan vettvang Coca-Cola skaði eða að öðru leyti brjóti gegn höfundarrétti, vörumerkjum, viðskiptaleynd, persónuvernd eða gegn annarri hugverkaeign eða gegn öðrum réttindum þriðja aðila.

Top ^

Að binda endi á samband þitt við stafrænan vettvang Coca-Cola

Ef þú hefur áður skráð þig í því skyni að fá markaðsefni frá stafrænum vettvangi Coca-Cola og vilt ekki lengur fá þetta efni, skaltu skrá þig út með því að hafa samband við viðskiptavinaþjónustu samkvæmt upplýsingunum hér að neðan.

Neytendur ættu að vera meðvitaðir um að útskráning frá markaðsefni leiðir til þess að stafrænn vettvangur Coca-Cola stöðvar persónuupplýsingar þínar þar til frekari tilkynning berst. Ef þú vilt að gögnum þínum verði eytt varanlega skaltu hafa samband við Coca-Cola hjá:

Vífilfell hf.

Stuðlaháls 1

110 Reykjavík

Sími: 525 2500

e-mail: thjonustuver@vifilfell.is

Coca-Cola Nordic Services ApS
4-8, Tuborg Havnevej
DK-2900 Hellerup
Denmark

Sími: +45 3745 4700
Síminn er opinn frá mánudögum til föstudaga, 9 f.h. - 4 e.h. að dönskum tíma.

Ef þú telur að upplýsingar sem Coca-Cola hefur um þig séu rangar eða ófullnægjandi getur þú breytt þeim hvenær sem er með því að hafa samband við Coca-Cola á heimilisfangið eða í símanúmerið hér að ofan.

Coca-Cola áskilur sér rétt til að rifta aðgangi þínum að stafrænum vettvangi Coca-Cola ef þú hlítir ekki þessum skilmálum eða ef þú brýtur gegn Coca-Cola eða réttindum nokkurs þriðja aðila á efni því sem kemur frá stafrænum vettvangi Coca-Cola.

Top ^

Leikir og samkeppnir

Þegar tækifæri gefst til þess að taka þátt í leikjum eða samkeppnum, munt þú þurfa að samþykkja aðskilda skilmála og skilyrði sem tengjast umræddum leik eða samkeppni.