Notkunarskilmálar

 

Stafrænn verkvangur Coca-Cola

Skilmálar og skilyrði

Þessi stafræni verkvangur Coca-Cola sem þú fórst í gegnum til að fá aðgang að þessum skilmálum og skilyrðum var búinn til og honum er viðhaldið af The Coca-Cola Company eða eignatengdum félögum þess og íslensku útgáfunni er stjórnað af Coca-Cola European Partners Ísland ehf, Stuðlahálsi 1, 110 Reykjavík, Ísland (sem vísað er til hér fyrir neðan sem „Coca-Cola,“ „við“ og „okkur“).

 

Birtingaraðili þessarar síðu er ____________________, sem kemur fram sem ________________.

Tengiliðaupplýsingar:

________________

 

Í þessum skilmálum og skilyrðum eru „tengdir aðilar“ öll bein eða óbein móðurfyrirtæki, dótturfyrirtæki, kostunaraðilar eða eignatengd fyrirtæki The Coca-Cola Company og innifaldir eru einnig allir aðilar fyrirtækisins sem hafa umboð til átöppunar.

 

Þegar þú færð aðgang að stafrænum verkvangi Coca-Cola, staðfestir þú að þú hafir lesið stefnu um persónuvernd og að þú samþykkir þessa skilmála og skilyrði, öll gildandi lög og allar reglur og skilyrði sem eru skilgreind innan stafræns verkvangs Coca-Cola. Þegar vísað er til stafræns verkvangs Coca-Cola, er einnig átt við notkun á vefsíðu, Facebook eða fartækjaforritum.

Þessi stafræni verkvangur Coca-Cola er ætlaður einstaklingum sem eru [16] ára og eldri. Vissir hlutar stafræns verkvangs Coca-Cola geta fallið undir aldurstakmark, eftir því hvað talið er viðeigandi fyrir vissa aldurshópa eða hvað leyfilegt er samkvæmt lögum. Þar sem aldurstakmarkanir eiga við er slíkt greinilega merkt á stafrænum verkvangi Coca-Cola og þú kannt að vera beðin(n) um að sannreyna aldur þinn áður en þú færð að halda áfram.

Gagnavernd

Coca-Cola tekur gagnavernd mjög alvarlega. Þar sem fyrirtækið safnar persónuupplýsingum þínum (t.d. nafni, heimilisfangi eða netfangi) kunna þær að vera notaðar til að:

·         Bæta vörur okkar og þjónustu.

·         Hafa samband við þig (ef þú hefur gefið samþykki fyrir því)

·         Veita þér aðgang að viðeigandi, sérsniðnu og spennandi efni á stafrænum verkvangi Coca-Cola, á Facebook, í gegnum fartækjaforrit og í gegnum aðra viðeigandi verkvanga.

 

Ef þú hefur áður skráð þig til að fá markaðsefni innan Facebook, í fartækjaforriti eða á öðrum verkvöngum og þú vilt núna skrá þig út úr því, getur þú gert það með því að hafa samband við viðskiptavinaþjónustu samkvæmt upplýsingunum hér að neðan.

Persónuupplýsingar (til dæmis nafnið þitt, heimilisfang, símanúmer eða netfang), sem þú sendir á smáforrit Facebook eða á fartækjaforrit með rafpósti eða öðrum hætti, mun Coca-Cola nota í samræmi við Persónuverndarstefnu sína á þessari vefsíðu. Öll önnur samskipti eða efni sem þú sendir á vefsíðuna, Facebook og/eða á fartækjaforritið, t.d. spurningar, ummæli, ábendingar og þess háttar, verða ekki meðhöndluð sem trúnaðarmál og ekki sem einkaeign neins og má Coca-Cola því nota slíkt efni í hvaða tilgangi sem er.

Breytingar á skilmálum

Þessi stafræni verkvangur Coca-Cola áskilur sér rétt til að breyta skilmálum og skilyrðum af og til. Ef slíkar breytingar eru gerðar, þá munum við láta þig vita með 30 daga fyrirvara eða skemur eða með eins miklum fyrirvara og við ráðum við. Þú viðurkennir og samþykkir að með áframhaldandi aðgangi þínum að eða notkun á stafrænum verkvangi Coca-Cola, samþykkir þú slíkar breytingar

Snið stafræns verkvangs Coca-Cola

Coca-Cola vinnur stöðugt að umbótum stafræns verkvangs Coca-Cola til að veita notendum bestu mögulegu upplifun. Þú viðurkennir og samþykkir að háttur og eðli stafræns verkvangs Coca-Cola, þar með talið innihald hans, kann að breytast af og til án fyrirvara.

Stefna um höfundarrétt

Myndir af fólki eða stöðum og annað efni sem birt er á stafrænum verkvangi Coca-Cola er annað hvort eign Coca-Cola eða notað með leyfi Coca-Cola. Þú ættir að gera ráð fyrir að höfundarréttur sé til staðar fyrir allt efni sem þú sérð eða lest á forriti stafræns verkvangs Coca-Cola á vefsíðunni, á Facebook og í fartækjaforritinu. Þú mátt skoða og nota myndir og efni til einkanota og ekki í tengslum við viðskipti, sem hluta af notkun þinni á stafrænum verkvangi Coca-Cola. Öll önnur notkun á myndum og efni, af þinni hálfu eða annarra sem þú hefur gefið leyfi fyrir, er bönnuð nema þessir skilmálar og skilyrði leyfi það sérstaklega eða ef sérstakt leyfi er veitt annarsstaðar á stafrænum verkvangi Coca-Cola.

Öll óheimil notkun á myndunum gæti brotið gegn höfundarréttarlögum, vörumerkjalögum, lögum um friðhelgi einkalífs, samskiptalögum og -reglugerðum.

Coca-Cola ábyrgist ekki að notkun þín á efni sem birt er á stafrænum verkvangi Coca-Cola brjóti ekki gegn réttindum þriðja aðila.

Þú mátt ekki nota neitt skrásett eða óskrásett vörumerki á stafrænum verkvangi Coca-Cola án fyrirfram skriflegs samþykkis okkar eða fyrirfram skriflegs samþykkis eiganda viðkomandi vörumerkis.

VINSAMLEGAST ATHUGAÐU AÐ ÓLEYFILEG NOTKUN SVÆÐISINS EÐA EINHVERS EFNIS ÞESS (Þ.M.T., ÁN ÞESS AÐ TAKMARKIST VIÐ, NOTKUN ALLS HUGBÚNAÐAR SEM GERÐUR ER AÐGENGILEGUR Í GEGNUM SÍÐUNA) GETUR INNAN ÁKVEÐINNA LÖGSAGNARUMDÆMA LEITT TIL KRÖFU UM GREIÐSLU SKAÐABÓTA OG ANNARRA REFSINGA SAMKVÆMT ALMENNUM RÉTTI OG REFSIRÉTTI, Þ.M.T. ÁN TAKMARKANA VEGNA BROTA Á HÖFUNDARRÉTTI.

Efni sem þú deilir með okkur

Við kunnum að setja upp eiginleika innan stafræns verkvangs Coca-Cola sem gera þér kleift að deila efninu þínu með okkur og öðrum notendum síðunnar. Vinsamlegast athugaðu að með því að deila efni í gegnum síðuna getur efnið þitt orðið opinbert. Þú gefur Coca-Cola og eignatengdum fyrirtækjum þess óafturkallanlegan, opinn, framseljanlegan, varanlegan, gjaldfrían rétt og leyfi sem nær um allan heim, án þess að þú fáir greiðslu fyrir: (a) til að nota, afrita, dreifa, aðlaga (þ.m.t. og án þess að takmarkist við, til að breyta, þýða og endursníða), afleiða, flytja, birta og sýna, opinberlega eða á annan hátt, slíkt efni í öllum fjölmiðlum sem nú eru þekktir eða kunna að verða þróaðir, til Coca-Cola og/eða til eignatengdra fyrirtækja til nota í viðskiptalegum tilgangi og (b) til að framselja leyfi og framangreind réttindi, gegnum marga aðila, að svo miklu leyti sem leyfilegt er samkvæmt gildandi lögum. Leyfin sem skilgreind eru hér að ofan skulu standa, þrátt fyrir að notkun þinni á síðunni verði hætt, eins og er lýst hér að neðan. Notandinn gengst við öllu efni sem deilt er í gegnum síðuna og ábyrgist að hann/hún hafi öll réttindi til að bera sem nauðsynleg eru til að veita þessi leyfi og að slíkt efni og veiting notandans eða sköpun á því í gegnum síðuna uppfylli öll viðkomandi lög, reglur og reglugerðir og brjóti ekki í bága við eða brjóti á annan hátt á höfundarrétti, vörumerki, viðskiptaleyndarmálum, persónuvernd eða öðrum hugverkarétti eða öðrum réttindum nokkurs þriðja aðila. Þú fyrirgerir einnig óafturkallanlega, að svo miklu leyti sem lög leyfa, öllum „siðferðislegum rétti“ eða öðrum rétti með tilliti til höfundarréttar eða eignar á efni sem snertir sérhvert atriði notandaefnis sem þú sendir inn. Vinsamlegast athugaðu að við samþykkjum hvorki né hvetjum til þess að sent sé inn efni sem inniheldur hugmyndir eða tillögur sem tengjast síðunni, rekstri okkar eða rekstri tengdra aðila. Ef þú sendir okkur einhverjar hugmyndir eða tillögur, án tillits til innihalds, höfum við og tengd fyrirtæki okkar engar skuldbindingar með tilliti til slíkra hugmynda eða tillagna og getum við nýtt þær í hvaða tilgangi sem okkur sýnist.

Hegðunarreglur

Þegar þú notar stafrænan verkvang Coca-Cola og/eða deilir efni með okkur, er þér bannað að birta eða senda:

1.    allt ólöglegt, ógnandi, ærumeiðandi, kynþáttahaturlegt, klúrt, skammarlegt, villandi, sviksamlegt, glæpsamlegt, æsandi, klámfengið eða guðlastandi efni eða annað efni sem gæti stuðlað að eða hvatt til hegðunar sem gæti talist glæpsamleg, valdið almennum lögsóknum eða á annan hátt brotið gegn gildandi löggjöf;

2.    Alla vírusa, orma, Trójuhesta, Páskaegg, tímasprengjur, njósnahugbúnað eða annað forritað efni, skrár eða forrit sem eru skaðleg og sem gera innrás eða geta eða er ætlað að skemma, ræna eða ná yfirtökum yfir stjórnun eða vöktun á vélbúnaði, hugbúnaði eða tækjabúnaði.

3.    Allar óleyfilegar og umboðslausar auglýsingar og kynningarefni, „ruslpóst", „amapóst", „keðjubréf", „pýramídasölukerfi" eða boð um fjárfestingartækifæri eða einhver önnur svik; og

4.    Allt óopinbert efni um aðila eða fyrirtæki án viðeigandi heimildar til að gera slíkt.

Að auki munt þú ekki:

  1. Nota stafrænan verkvang Coca-Cola í tilgangi sem talist getur glæpsamlegur eða brotið í bága við lög;
  2. Trufla eða hindra stjórnun stafræns verkvangs Coca-Cola eða netþjónanna eða netkerfisins sem notað er til að gera stafrænan verkvang Coca-Cola aðgengilegan, eða brjóta skilyrði, verkferli, stefnur eða reglugerðir um slík netkerfi;
  3. Fá aðgang að eða nota stafrænan verkvang Coca-Cola í gegnum hvers konar tækni eða á annan máta en þann sem hefur verið skýrlega tekinn fram af okkur (þ.m.t. og þá ekki nema við höfum gefið tjáð leyfi, setja upp í sjónvarpi, setja upp í leikjakerfum, taka upp með stafrænum myndbandstækjum eða -spilurum eða sýna á skjám sem eru markaðssettir sem sjónvörp);
  4. Takmarka eða banna öðrum aðila að nota stafrænan verkvang Coca-Cola (þ.m.t. með tölvuglæp eða með því að loka hluta stafræns verkvangs Coca-Cola);
  5. Nema slíkt sé greinilega heimilað samkvæmt gildandi lögum, að breyta, aðlaga, þýða, aftursníða, taka í sundur eða brjóta niður einhvern hluta stafræns verkvangs Coca-Cola;
  6. Fjarlægja tilkynningar um höfundarrétt, vörumerki eða aðrar tilkynningar af stafrænum verkvangi Coca-Cola eða efni sem á uppruna sinn að rekja til stafræns verkvangs Coca-Cola;
  7. Ramma inn eða endurspegla einhvern hluta stafræns verkvangs Coca-Cola án fyrirfram fengins, skýrlegs, skriflegs samþykkis;
  8. Búa til gagnagrunn með því að hala kerfisbundið niður og geyma allt efni stafræns verkvangs Coca-Cola eða hluta þess; eða
  9. Nota vélmenni, köngulær, forrit sem leita á vefsíðum eða sækja gögn, eða önnur handvirk eða sjálfvirk tæki til að sækja, raða, skrapa, gagnavinna eða á einhvern hátt endurvinna eða sniðganga vafrauppbyggingu og framsetningu stafræns verkvangs Coca-Cola, án fyrirfram fengins, skýrlegs, skriflegs leyfis okkar.

Coca-Cola mun starfa að öllu leyti með þar til bærum löggæsluyfirvöldum eða dómstól sem krefst eða biður Coca-Cola um að gefa upp auðkenni allra aðila sem setja inn slíkar upplýsingar eða efni og fyrirtækið áskilur sér allan rétt til að fjarlægja slíkt efni hvenær sem er af stafrænum verkvangi Coca-Cola.

Coca-Cola áskilur sér allan rétt til að fjarlægja öll skilaboð eða yfirlýsingar eða afturkalla alla tengla eftir því sem það telur rétt.

Tenglar frá stafrænum verkvangi Coca-Cola

Þessi stafræni verkvangur Coca-Cola getur innihaldið tengla á aðrar vefsíður sem Coca-Cola hvorki á né stjórnar. Coca-Cola hefur enga stjórn á og er ekki ábyrgt fyrir efni, stefnum um persónuvernd eða gjörðum neinna vefsíða þriðja aðila.

Vera má að efni sé hýst á YouTube eða öðrum samfélagsmiðlum. Þeir hafa sína eigin skilmála, skilyrði og persónuverndarstefnu sem eru ekki eins og þau sem greint er frá á þessum stafræna verkvangi Coca-Cola. Coca-Cola hefur enga stjórn á og er ekki ábyrgt fyrir efni, persónuverndarstefnum, öryggi eða athafnasemi á YouTube eða öðrum samfélagsmiðlum.

Skaðabótaábyrgð

Notkun þín og umferð á þessum stafræna verkvangi Coca-Cola er á þinni eigin ábyrgð. Þó svo að Coca-Cola leggi sig fram við að birta nákvæmar og uppfærðar upplýsingar á forriti stafræns verkvangs Coca-Cola á Facebook, á vefsíðunni og í fartækjaforritum sem og til að tryggja áreiðanlegan aðgang, skuldbindur Coca-Cola sig ekki hvað varðar aðgang að stafrænum verkvangi Coca-Cola eða nákvæmni hans. Coca-Cola tekur ekki á sig skaðabótaskyldu eða ábyrgð á neinum villum eða upplýsingum sem vantar í efnið sem birt er á stafrænum verkvangi Coca-Cola. Að því marki sem leyft er samkvæmt gildandi lögum, firrir Coca-Cola sig allri ábyrgð; tjáðri eða gefinni í skyn, hvað varðar nákvæmni þeirra upplýsinga sem eru efni stafræns verkvangs Coca-Cola og mun ekki taka á sig neina bótaábyrgð vegna:

1.    taps eða tjóns sem getur skapast vegna vandræða með aðgang.

2.    taps eða tjóns sem getur skapast vegna notkunar á upplýsingum sem eru til staðar í efni á þessari vefsíðu.

að því gefnu að við takmörkum ekki á nokkurn hátt skaðabótaskyldu okkar samkvæmt lögum vegna dauðsfalls eða líkamstjóns sem verða vegna vanrækslu okkar.

Ábyrgðartrygging

Þú berð ein(n) ábyrgð á öllum brotum á skyldum þínum samkvæmt skilmálum og skilyrðum og á afleiðingum allra slíkra brota. Þú viðurkennir að Coca-Cola og eignatengd félög þess hafa fullan rétt til að leita skaðabóta frá þér vegna taps sem einhver aðili verður fyrir vegna (a) notkunar þinnar á stafrænum verkvangi Coca-Cola eða aðgerða sem tengjast honum; (b) allra brota á þessum skilmálum af þinni hálfu eða í gegnum reikninginn þinn; eða (c) allra ásakana um að efni sem þú hefur gert aðgengilegt í gegnum stafrænan verkvang Coca-Cola skaði eða að öðru leyti brjóti gegn höfundarrétti, vörumerkjum, viðskiptaleynd, persónuvernd eða annarri hugverkaeign eða öðrum réttindum þriðja aðila.

Lok á notkun þinni á þessum stafræna verkvangi Coca-Cola

Ef þú hefur áður skráð þig í því skyni að fá markaðsefni frá stafrænum verkvangi Coca-Cola og vilt ekki lengur fá þetta efni, skaltu skrá þig út með því að hafa samband við þjónustudeild samkvæmt upplýsingunum hér fyrir neðan.

Neytendur ættu að vera meðvitaðir um að uppsögn frá markaðsefni leiðir til þess að stafrænn verkvangur Coca-Cola eyðir persónuupplýsingunum þínum þar til frekari tilkynning berst. Ef þú vilt að persónuupplýsingunum þínum verði eytt varanlega skaltu hafa samband við þjónustudeild hjá:

 [vinsamlega bættu viðeigandi upplýsingum við fyrir þjónustudeildina, heimilisfangi, netfangi, símanúmeri osfrv]

 Ef þú telur að upplýsingar sem Coca-Cola hefur um þig séu rangar eða ófullnægjandi getur þú breytt þeim hvenær sem er með því að hafa samband við Coca-Cola á heimilisfangið eða í símanúmerið hér að ofan.

 Coca-Cola áskilur sér rétt til að rifta aðgangi þínum að stafrænum verkvangi Coca-Cola hvenær sem er ef þú hlítir ekki þessum skilmálum og skilyrðum eða ef þú brýtur gegn Coca-Cola eða réttindum þriðja aðila á efni því sem kemur frá stafrænum verkvangi Coca-Cola.

Gildandi löggjöf

Þessir skilmálar og skilyrði heyra undir og þeim er fylgt eftir í samræmi við íslensk lög, án tillits til vals á ákvæðum laga. Þú samþykkir að heyra undir dómstóla Reykjavíkur.

Happdrætti og samkeppnir

Þegar tækifæri gefst til þess að taka þátt í happdrætti eða samkeppnum, munt þú þurfa að samþykkja aðskilda skilmála og skilyrði sem tengjast umræddu happdrætti eða samkeppni.

 

Síða ©2016 The Coca-Cola Company. Allur réttur áskilinn.