STEFNA UM VAFRAKÖKUR

 

Í samræmi við gildandi lög tilkynnir Coca-Cola European Partners Ísland ehf. þér hvernig vafrakökur eru notaðar á þessum stafræna verkvangi („Svæðinu“).

Við getum breytt þessari vafrakökustefnu hvenær sem er. Allar breytingar á þessari stefnu um vafrakökur verða virkar þegar við gerum endurskoðaða stefnu um vafrakökur aðgengilega á eða í gegnum Svæðið.

Top ^


HVAÐ ER VAFRAKAKA?

Vafrakökur eru smáar textaskrár sem eru geymdar á tölvu þinni eða á fartæki. Þær eru almennt notaðar til að fá vefsvæði til að virka eða til að starfa betur og skilvirkar. Kökurnar gera þetta vegna þess að vefsvæði geta lesið og skrifað í þessar skrár, sem gerir vefsvæðunum kleift að þekkja þig og muna mikilvægar upplýsingar sem gerir notkun þína á vefsvæðinu þægilegri.

Til dæmis gæti vefsvæðið ekki birt persónusnið þitt án vafraköku til að sannreyna innskráningu þína. Eða vefsvæðið þyrfti að senda skilaboð í hvert skipti og segja: „afsakið, þú þarft að skrá þig inn“ þar sem það myndi ekki muna hver þú ert.

Vefsvæði og smáforrit Coca-Cola nota sérstakar vafrakökur til að veita þér bestu og ánægjulegustu upplifunina sem völ er á, og einungis eru notaðar vafrakökur sem við teljum gagnlegar og nauðsynlegar.

Í samræmi við viðeigandi reglugerðir höfum við flokkað kökurnar sem við notum, þannig að þú getur ákveðið að gera notkun kaka óvirka á vefsvæðum okkar og í smáforritum okkar eða jafnvel eytt þeim kökum sem til staðar eru.
 

HVAÐA VAFRAKÖKUR NOTUM VIÐ?

Hér að neðan listum við upp mismunandi tegundir af vafrakökum sem kunna að vera notaðar á Svæðinu. Athugaðu að að svo miklu leyti sem upplýsingar sem kökur safna eru persónuupplýsingar, gilda ákvæði stefnu okkar um persónuvernd og styðja við þessa stefnu um vafrakökur.

 

Nauðsynlegar vafrakökur. Þessar kökur gegna lykilhlutverki, því þær gera þér kleift að fara um Svæðið og nota eiginleika þess og aðgerðir. Án þessarra nauðsynlegu vafrakaka starfar Svæðið ekki jafn hnökralaust eins og við viljum og það er ekki víst að við getum veitt þér þá þjónustu og þær aðgerðir sem þú biður um, né Svæðið sjálft. Þessar vafrakökur eru ekki að safna persónuupplýsingum sem mætti nota í markaðssetningarskyni eða til að muna þær síður sem þú hefur heimsótt á svæðinu okkar.
 

Frammistöðukökur. Kökurnar eru einungis notaðar til að bæta það hvernig vefsvæði eða smáforrit starfar. Þær safna upplýsingum um hvernig þú notar vefsvæði eða smáforrit, til dæmis, hvaða vefsíður þú heimsækir oftast og hvort þú sért að fá villutilkynningar. Þær safna ekki upplýsingum sem auðkenna þig. Allar upplýsingarnar eru nafnlausar.

Valkosta vafrakökur. Valkosta vafrakökur safna upplýsingum um valkosti þína og valdar stillingar og leyfa okkur að muna tungumál og aðrar staðbundnar stillingar og að sérsníða Svæðið í samræmi við það. Upplýsingarnar sem þessar kökur safna verða áfram nafnlausar. Þessar kökur rekja ekki notkun annarra vefsvæða eða smáforrita sem þú notar.

Félagslegar vafrakökur. Slíkar kökur eru notaðar til að fylgjast með meðlimum [og utanaðkomandi] á félagsmiðlum fyrir greiningu á markaðsrannsóknum og þróun nýrra vara. Þær afhenda auglýsingar og skilaboð sem tengjast þér og þínum áhugamálum. Stundum eru markkökur tengdar við önnur svæði, t.d. Facebook
 

Innan þessara fjögurra flokka vafrakaka eru kökur síðan undirflokkaðar sem annað hvort tímabundnar („Lotu“-

kökur) eða til lengri tíma („Viðvarandi“ kökur).

„Lotukökur“ tengja aðgerðir þínar í einungis einni lotu. Þessi „lota“ hefst þegar síðan á Svæðinu er opnuð og lýkur þegar henni er lokað. Eftir það er kökunni varanlega eytt.
 

„Viðvarandi“ kökur eru þegar kakan verður eftir í símanum eða í tölvunni í tiltekinn

tíma. Kökurnar eru virkjaðar sjálfkrafa þegar þú heimsækir ákveðið vefsvæði eða smáforrit.
 

Annar greinarmunur er sá hvort vafrakakan er „fyrsta aðila“ kaka eða „þriðja aðila“ kaka. Vafrakaka fyrsta aðila er sett upp af Coca-Cola vefsvæðinu eða smáforritinu sem þú ert að heimsækja, kaka þriðja aðila er sett upp af einhverjum öðrum. Coca-Cola mun aðeins leyfa kökur þriðja aðila sem samþykktar eru innanhúss.
 

FLOKKUN Á KÖKUM FYRIR ÞENNAN STAFRÆNA VERKVANG COCA-COLA

Nauðsynlegar vafrakökur
 

Coca-Cola notar „Nauðsynlegar vafrakökur „til að:

1)      Muna hluti eins og upplýsingar sem þú hefur fært inn á eyðublöð þegar þú ferð á mismunandi síður innan sömu lotu með vafra eða smáforriti.

2)      Auðkenna þig sem innskráðan inn á stafrænan verkvang Coca-Cola.

3)      Gættu þess að þú tengir þig við rétta þjónustu á vefsvæði okkar eða í smáforritinu þegar við erum að breyta því hvernig forritið starfar.
 

Vafrakökur sem Coca-Cola hefur flokkað sem „Nauðsynlegar vafrakökur" verða EKKI notaðar til að:

1)      Safna upplýsingum sem notaðar gætu verið til að auglýsa vörur eða þjónustu fyrir þig.

2)      Muna kjörstillingar þínar eða notandanafn umfram núverandi heimsókn þína
 

Notkun þín á svæðinu þýðir að þú samþykkir notkun „Nauðsynlegar vafrakökur“ kaka.
Ef þú gerir þessar kökur óvirkar getum við ekki tryggt öryggi þitt né spáð fyrir um hvort vefsvæðið virkar fyrir þig.

Hér er listi yfir vafrakökur sem stofnaðar eru af Coca-Cola og flokkaðar sem „Nauðsynlegar vafrakökur“:

NAFN

LÝSING

RENNUR ÚT

IfLogin

Þessi geymir upplýsingar sem tengist því hvenær þú skráir þig inn á svæðið okkar sem skráður notandi.

Hún á að renna út eftir 7 klst.


Frammistöðukökur
 

Coca-Cola notar „Frammistöðukökur“ til að:

1)      Veita tölfræðilegar upplýsingar um hvernig vefsvæði okkar og smáforrit eru notuð.

2)      Hjálpar okkur að endurbæta vefsvæðin eða smáforritin með því að mæla allar villur sem eiga sér stað

3)      Prófun mismunandi hönnunar vefsvæða okkar eða smáforrita sem Coca-Cola hefur flokkað sem
 

"Frammistöðukökur“ verður EKKI notuð til að:
 

1)      Muna kjörstillingar eða notandanafn þitt eftir að þú ferð af síðunni

2)      Sumum kökunum er stýrt af öðrum fyrirtækjum en við leyfum þessum fyrirtækjum ekki að nota kökurnar í neinum öðrum tilgangi en þeim sem greint frá hér að ofan.
 

Með því að nota svæðið okkar samþykkir þú notkun frammistöðukaka. Ef þú útilokar þær getum við ekki tryggt hvernig vefsvæðið okkar virkar fyrir þig.

Hér er listi yfir kökur þriðja aðila sem flokkaðar eru sem frammistöðukökur:
 

NAFN

LÝSING

RENNUR ÚT

UX_LAG

Þessi geymir upplýsingar um það tungumál sem þú hefur valið á svæðinu

Hún á að fyrnast eftir 1 ár


Valkosta vafrakökur
 

Coca-Cola notar „Valkosta vafrakökur til að:

1)      Muna stillingar sem þú hefur notað, t.d. sniðmát, stærð texta, valkosti og litaval

2)      Muna hvort við höfum þegar spurt þig hvort þú viljir taka þátt í könnun

3)      Sýna þér þegar þú ert innskráð/ur á vefsvæðið (ef við á)

4)      Deila upplýsingum með samstarfsaðilum okkar sem veita þjónustu á vefsvæði eða í smáforriti. Upplýsingunum er deilt eingöngu til að veita þjónustuna, vöruna eða virknina og ekki í neinum öðrum tilgangi.
 

Vafrakökur, sem Coca-Cola hefur flokkað sem „Valkosta vafrakökur“, verða ekki notaðar til að:

Senda á þig auglýsingar á vefsvæði okkar eða í smáforriti, eða á öðrum vefsvæðum og smáforritum
 

Sumum kökunum er stýrt af þriðja aðila, en ef svo er leyfum við þriðja aðila ekki að nota kökurnar í neinum öðrum tilgangi en þeim sem greint er frá hér að ofan.

Þú getur ákveðið hvort þessar kökur eru notaðar eða ekki en séu þær stöðvaðar getur það þýtt að við getum ekki boðið þér ákveðna þjónustu. Það er einnig mögulegt að stöðvun þeirra valdi því að við getum ekki munað að þú vildir ekki tiltekna þjónustu.
 

Hér er listi yfir kökur þriðja aðila sem flokkaðar eru sem „Valkosta vafrakökur“:
 

NAFN

LÝSING

RENNUR ÚT

cookieName

Þessi er notuð til að athuga hvort þú hefur samþykkt stefnu um kökur á svæðinu

Hún á að fyrnast eftir 30 daga

 

Félagslegar vafraköku

Þó að við notum stundum markkökur notum við ekki auglýsingakökur af neinu tagi.
 

Coca-Cola notar „Félagslegar vafrakökur“ til að:

1)      Tengja við samfélagsmiðla eins og Facebook. Þeir geta síðan notað þessar upplýsingar til að beina auglýsingum til þín.
 

Þú getur ákveðið hvort þessar kökur séu notaðar eða ekki en séu þær stöðvaðar getur það þýtt að við getum ekki boðið þér ákveðna þjónustu. Öllum þessum kökum er stýrt af öðrum fyrirtækjum og því getur þú einnig notað þeirra verkfæri til að stöðva þær.
 

HVERNIG SKAL EYÐA KÖKUM

Ef þú ákveður að þú sért ekki ánægð/ur með notkun kaka á þessu vefsvæði getur þú auðveldlega eytt þeim úr kökumöppunni á vafranum. Þú getur líka stillt vafrann til að útiloka kökur eða til að senda viðvörun áður en kaka er vistað á tölvunni þinni.

Af því að til eru margir mismunandi vafrar, höfum við ekki gefið leiðbeiningar fyrir þá alla hér, en þú getur heimsótt vefsvæðið Allt um vafrakökur til að fá frekari upplýsingar.

 

Ef þú notar Windows Explorer eru skrefin þessi:
 

Smelltu á „Windows Explorer“

Veldu hnappinn „Leit“ (Search) á tækjastikunni

Færðu inn „vafrakaka“ (cookie) í leitarreitinn fyrir „Möppur og skrár“

Veldu „Mín tölva“ (My Computer) í fellivalmyndinni „Leita í“ (Look In)

Smelltu á „Leita núna“ (Search Now)

Veldu og opnaðu möppurnar sem eru sóttar

Smelltu til að auðkenna hvaða kökuskrá sem er

Smelltu á takkann „Eyða“ (Delete) til að þurrka út kökuskrána

 

Ef þú ert ekki með Windows Explorer skaltu smella á „Hjálp“ (Help) í upphafsvalmyndinni („Start“ menu) og leita að „vafrakökur“ (cookies) til að fá upplýsingar um hvar á að finna möppuna.

Ef þú gerir þetta, getur verið að þú getir ekki notað suma þjónustu á vefsvæðum okkar og í smáforritum - eða á öðrum vefsvæðum eða smáforritum.
 

HAFÐU SAMBAND

Ef þú hefur einhverjar frekari spurningar, vinsamlegast hafðu samband gegnum tölvupóst:

thjonusta@ccep.is

eða sendu bréf á eftirfarandi heimilisfang:

B.t:

Coca-Cola European Partners Ísland ehf

Stuðlahálsi 1

110 Reykjavík

Iceland