MÁLTÍÐ Í HVELLI - PARMASKINKU, KLETTASALATS OG PARMESAN PÍTSA

 

 

 

Gæddu hina venjulegu margarítu töfrum með fljótlegum kvöldverði sem er fullkominn til að deila með öðrum. Kveiktu á kertum og við erum að dansa.

 

Hráefni:

 

1 stór tilbúin margaríta (ostur og pizzasósa) pítsa.

80 g Parmesan (eða mozzarella)

1 rausnarleg handfylli af klettasalati

6 sneiðar af parmaskinku

2 matskeiðar extra virgin ólífu olía *

 

*chilli olía ef þú vilt hækka hitann

 

Aðferð:

1. Eldaðu pítsuna samkvæmt pakkaleiðbeiningum. Ef þú ert með pítsastein, smelltu honum þá í ofninn á meðan hann hitnar (þú færð stökkari botn með því að elda hana á heitum fleti). 

2. Á meðan pítsan er í ofninum, skerðu Parmesan ostinn í sneiðar með ostaskera eða grænmetisflysjara. Reyndu að hafa þær þunnar en jafnframt eins langar og þú getur.

3. Undirbúðu framreiðslufatið – útlitið skiptir miklu máli við sérstök tilefni, svo núna er tíminn til þess að dusta rykið af viðarbrettinu eða steinbakkanum.

4. Þegar pítsan er tilbúin, færðu hana yfir á fatið.

5. Dreifðu skinkunni, klettasalatinu og parmesan sneiðunum (eða rífðu mozzarella ostinn í bita) yfir pítsuna.

6. Skvettu olíunni yfir og berðu fram undir eins (áður en meistaraverkið kólnar)!

 

 

Ráð:

Tímasparnaður.

Ef búðin þín selur sneiddan parmesan ost, kipptu honum með til að spara þér tíma.