Coca-Cola með eða án sykurs

Við gerum stórar breytingar á einu af stærstu vörumerkjum okkar þegar Coca-Cola Zero Sykur, klæðist hinum klassíska rauða lit og tekur upp nýtt nafn: Coca-Cola án sykurs. Breytingunni er ætlað að auðvelda val fyrir neytendum sem velja sér nú einfaldlega Coca-Cola, með eða án sykurs rétt eins og þeir velja sér vatn með eða án kolsýru. Að öðru leiti mun innihaldið ekkert breytast.

Nýjar umbúðir – breyttar dósir

Á sama tíma verða breytingar á dósunum sjálfum, sem verða nú hærri og mjórri en áður. Coca-Cola án sykurs verður auðmerkt með svartri línu efst á dósinni og  plastflöskum auk þess sem tappinn verður svartur. Nýju dósirnar henta enn betur í ísskápinn og ekki síður í hendi.